Lágkúruleg framkoma hjá LÍN - hriplek skjaldborg

Ekki er hægt annað en blöskra ómannúðleg og lágkúruleg vinnubrögð LÍN. Þar er Intrum sigað á fólkið miskunnarlaust. Æ betur sést hversu léleg skjaldborgin fyrir einstaklinga og heimilin í landinu, sem ríkisstjórnin lofaði, er. Hún heldur ekki vatni og er að mestu leyti orðin tóm. Ljóst er að ekki verður gengið mikið lengra til hjálpar fólki í vanda, svo vitnað sé í heilaga Jóhönnu.

Saga Ægis Sævarssonar er ein af mörgum dapurlegum sögum. Persónulega brá mér mest að hlusta á Berglindi Jóhannesdóttur í kvöldfréttum Sjónvarps. Þvílík sorgarsaga. Hún fær ekki greiðsluaðlögun því hún hefur verið dagmamma! Á hvaða leið er þetta samfélag með úrræðum Jóhönnu og Steingríms?

Er þetta fólk ekki í sambandi? Kannski er það í fríi eða utan þjónustusvæðis eins og félagsmálaráðherrann. Ég held að þeim líði mjög illa sem treystu þessu liði fyrir atkvæðinu sínu fyrir tíu dögum. Sofandagangur þeirra er algjör.

Jóhanna var ekki beint traustvekjandi þegar hún svaraði í dag að fjölmiðlar hefðu ekki kynnt almenningi nógu vel úrræðin í stöðunni. Á hún þar við greiðsluaðlögunina? Er ekki rétt að spyrja hana út í sögu Berglindar?

mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Jú. Rétt hjá þér.

Að vísu komu engar tölur fram í þessu viðtali. En ef rétt er að þessi kona fái ekki greiðsluaðlögun vegna þess eins að hún sé "sjálfstætt starfandi" þá er það auðvitað bæði út í hött og kött.

Á hinn  bóginn hygg ég að "Heilög Jóhanna" hafi talsvert meiri samúð með þessari einstæðu móður en "Bjarni Ben" og aðrir Sjálfstæðismenn, sem einmitt hafa það mottó að hver eigi að hugsa um sig.

Jón Daníelsson, 6.5.2009 kl. 02:08

2 Smámynd: TARA

Veistu það Stefán að þessi framkoma hjá LÍN er ekki ný af nálinni og hefur ekkert með núverandi ríkisstjórn að gera....þetta var svona í stjórnartíð fyrrverandi stjórnar.

Hins vegar mærri sú núverandi taka svolítið til hjá þessari stofnun.

TARA, 6.5.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband