Stjórnarandstæðingurinn Ögmundur birtist aftur

Mér finnst glitta í stjórnarandstæðinginn Ögmund Jónasson aftur í ummælunum um IMF í dag. Svona töluðu vinstri grænir allir áður en þeir settust í ríkisstjórn og urðu allt í einu bestu vinir þess kapítalíska bákns sem þeir kölluðu lengi vel og gagnrýndu harkalega framan af vetri. Þessi túlkun Ögmundar væri sannfærandi hefðu þeir haft þessa skoðun í allan vetur og látið sannfæringuna í baráttunni gegn IMF ráða í stað þess að gera allt fyrir völdin.

Þó Ögmundur hrópi hátt í dag gegn IMF verður þeirri mikilvægu staðreynd ekki breytt að vinstri grænir beygðu af leið við myndun valdabandalagsins með Samfylkingunni í janúar og urðu gestgjafar "heimslögreglu kapítalismans" og kokgleyptu öll stóryrðin. Ætluðu ekki vinstri grænir með Steingrím og Ögmund að sparka IMF í burtu og leita til Norðmanna eftir aðstoð? Með þeim árangri að við fengum Norðmann í Seðlabankann sem hefur af fáu að státa.

Staðreyndin er auðvitað sú að ráðherrar vinstri grænna og þingmenn þeirra seldu sannfæringu sína fyrir völdin. Þeir sitja og standa eins og heimslögreglan segir þeim að gera. Þeir eru eins og sirkusdýr þeirra.


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ögmundur. Ég styð þig. þú  hefur alltaf hlustað á fólkið í innsta geira. En enginn getur gert neitt fyrir sundraða þjóð. þú gefur fólki séns á að tjá sig og þar með færðu stuðning til að vinna að góðu málunum. þú skilur að betur sjá augu en auga. þetta er kúnstin að standa saman. Er ánægð með þig.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Öll stóru orðin þín eiga við þína menn - Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar Ögmundur og co. tóku við voru sjálfstæðismenn búnir að setja hauspokann á þjóðina, vefja reipi, hnýta um hálsinn og sparka í stólinn. Þar fór sjálfstæðisskólinn.

Það tekur smá tíma að vinda ofan af þeirri argans vitleysu sem Sjallarnir rígbundu þjóðina í, ef það er þá gerlegt. Hinsvegar er nú komið í stjórn fólkið sem er til þess búið ef einhver er það. Við vitum öll að ef Sjallarnir væru enn í stjórnarembættum væri ekki verið að bíða færis til að komast úr neti AGS heldur væru menn jafn flæktir þar og áður, sökkvandi til botns eins og drukknaðir þorskar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.5.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband