Flottur dómsmálaráðherra

Ég er mjög ánægður með hvernig Ragna Árnadóttir hefur staðið sig sem dómsmálaráðherra. Hún talar hreint út um mikilvæg mál og er ekki með neina hentistefnu. Hikar ekki og er afdráttarlaus þegar á því þarf að halda og vel inni í regluverkinu og lagalegri umgjörð. Hún vann lengi við hlið Björns Bjarnasonar, sem ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri, og þess sést glögglega merki.

Mér fannst vinstriflokkarnir gera vel með því að náinn samstarfsmann Björns Bjarnasonar til verka í ráðuneytið og hún hefur haldið mjög vel á málum. Er ánægður með að henni hafi verið falið að halda þar áfram.


mbl.is Látum ekki undan þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég verð nú að viðurkenna, Stefán, að mér finnast allar embættisfærslur hennar vera mörgum klössum fyrir ofan störf fyrrum yfirmann hennar.  Hún tekur af réttsýni og umburðarlyndi á málum.  Hjá Birni voru, að mínu viti, pólitísk gleraugu og persónulegar skoðanir allt of oft að trufla.

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 20:22

2 identicon

Það er engan veginn hægt að sætta sig við það að menn komist upp með það að fá landvist með því að kúga íslensk stjórnvöld!Þetta sýnir glögglega hvernig þessi maður og aðrir af sama sauðahúsi haga sér.Þeir fara aldrei að lögum,heldur gildir aðeins að kúga og krefjast.Afhverju er ekki upplýst hvað frönsk stjórnvöld telja hann hafa gert af sér?Hversvegna þarf hann 3 nöfn íFrakklandi og afhverju að ljúga að íslenskum stjórnvöldum?Afhverju falsaðvegabréf ef hann þarf ekkert að fela?Ef Ragna lætur kúga sig;ef íslensk stjórnvöld láta kúga sig,þá munu allir ættingjar og ekki ættingjar þessarra,sem voru að sýna honum stuðning,hópast til landsins og hefja hungurverkfall.Þessu fólki er ekkert heilagt,nema heilagt stríð gegn þeim löndum,sem veita þeim hæli.Burt með þennan lýð,en bjóðum þá velkomna,sem eru sannanlega í nauð og ljúga ekki og svíkja sig inní önnur lönd.Við getum líka hafið heilagt stríð.Húrra fyrir dönsku þjóðinni,sem sýndi hug sinn og hafnaði ofstækissinnunum í Tyrklandi.Stöndum saman gegn óæjóðalýð,sem reynir að kúga okkur.

Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Um dómsmálaráðherran er  ég sammála þér Stefán Friðrik.  

Ég held að flestir vaxi af vizku við að vera með Birni Bjarnasyni. Hans líka fáum við ekki í bráð í pólitíkina. Og þá án tillits til þess hvaða flokki hann tilheyrir. Það er bara dugnaður hans, andleg skerpa og vönduð skaphöfn sem lyftir honum svona yfir aðra stjórnmálamenn.

Mér finnst athugasemdir Marínós, sem ég met mikils, ekki réttar hvað Björn áhrærir. Mér hefur hann einmitt vera of lítið pólitískur á stundum. En ég er dáldið óþroskaður tilfinningalega í pólitík, skal ég viðurkenna.

Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband