Af hverju fær flokkur utan þings að senda póst?

Mér finnst það ekki viðeigandi að stjórnmálaflokkur sem hefur fallið af Alþingi og misst umboð kjósenda fái í kjölfarið, eftir kosningar, að senda póst á vegum þingsins, á kostnað landsmanna. Hljómar ekki vel og er að mínu mati óeðlilegt fordæmi sem þarna er veitt. Vilji Frjálslyndi flokkurinn hvetja stuðningsmenn sína eftir fallið af þingi hlýtur hann að gera það á eigin kostnað. Mér finnst það alveg lágmark.

Fall frjálslyndra af þingi hefur verið fyrirsjáanlegt um nokkuð skeið. Hann náði aldrei vopnum sínum eftir að Margrét Sverrisdóttir var hrakin úr flokknum með lágkúrulegum vinnubrögðum og át sig upp innan frá í hjaðningavígum.

Mér finnst leitt að sjá hvernig fór fyrir Guðjóni Arnari, hann átti betra skilið. Hann treysti hinsvegar meira á pólitísk sníkjudýr og flóttamenn en trausta bakhjarla flokksins. Svo fór sem fór.

mbl.is Frjálslyndi sendi póst á kostnað Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

sammála því Stefán, hann treysti of mikið á sníkjudýr. t.d. þeim sem var hafnað með rétt um 100 atkvæðum í prófkjöri ykkar manna :)

en svo voru nokkrir aðilar þarna inni sem voru gjörsamlega snælduvitlaust lið ef það fékk ekki eða breyta eftir sínum hag en ekki vegna hagflokksins.

alltof mikið að kjaftæðisliði þarna inni.

en hins vegar var skrifstofa alþingis spurð, jákvætt svar kom þaðan og þess vegna var þetta gert, annars hefði það ekki verið gert, flokkurinn er illa staddur fjárhagslega.

Arnar Bergur Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband