Er Samfylkingin að múrast inni með ESB-tillöguna?

Ef marka má yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru hverfandi líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur muni samþykkja drög utanríkisráðherra að þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að ESB. Þeir hafa málið í höndum sér, enda er varla þingmeirihluti fyrir málinu hjá vinstristjórninni þar sem allavega fimm, gott ef ekki nokkuð fleiri, þingmenn vinstri grænna munu greiða atkvæði á móti. Borgarahreyfingin hefur fjögur þingsæti en ólíklegt er að þau ráði úrslitum í kosningunni.

Líklegast er að stjórnarandstaðan sé að sækja sér meiri áhrif í tillöguna eða sé einbeitt í að niðurlægja ríkisstjórnina, skilja Svarta Pétur eftir hjá þeim að hafa ekki náð fullri samstöðu um tillöguna. Þeir eru að leita til stjórnarandstöðunnar því þau hafa ekki þingmeirihluta í þessu máli og verða að semja. Vinstri grænir seldu hugsjónir sínar og sannfæringu fyrir ráðherrastólana og það er óneitanlega mjög mikill vandræðabragur á verklagi þeirra í málinu öllu. Lítið fer fyrir hugsjónatali þeirra sem var auglýst út um allt fyrir kosningar.

Ríkisstjórnin er sködduð í þessu máli. Nú reynir á hversu langt hún muni ganga að auki. Enda eru skilaboð stjórnarandstöðuflokkanna tveggja þau að ekki sé nógu langt gengið og þeir vilji annað hvort heilsteyptari samstöðu eða hafa meira með orðalag og umgjörð þingsályktunartillögunnar að segja. Með öðrum orðum; þeir eru að sækja sér þau áhrif að stjórna málinu í gegnum klofning stjórnarinnar.

mbl.is Rökstuðninginn skortir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vonandi hefurðu rétt fyrir þér, Stefán, í upphafsklausu (málslið) þessarar greinar þinnar.

Á hitt legg ég engan dóm, sem þú ræðir hér í framhaldinu.

En eitt er víst: að nú verða þjóðhollir menn að stíga fram til varnar. Réttast væri að efna til mótmæla við Alþingi og gera það af krafti. Vilji Samfylkingar ti að svíkja stjórnskipan og grundvöll lýðveldisins og selja frumburðarrétt okkar (fullveldið og æðsta löggjafarrétt, yfirráð yfir auðlindum okkar o.m.fl.) fyrir baunasúpur frá Brussel er orðinn augljós öllum sem hafa opin augu og skilning á því, sem nú fer fram.

Jón Valur Jensson, 15.5.2009 kl. 01:19

2 Smámynd: GH

Það verður gaman að sjá hvernig atvinnurekendur í Sjálfstæðisflokknum bregðast við ef forysta flokksins bregður fæti fyrir umsókn að ESB. Atvinnuvegir landsins eru komnir í þrot og æ betur kemur í ljós með hverjum deginum að íslensku krónunni verður ekki bjargað með óskhyggjunni einni saman.

GH, 15.5.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband