Húsleit hjá Ólafi - ábendingin kom frá Davíð

Mikil tíðindi eru að leitað hafi verið á heimili Ólafs Ólafssonar í Samskipum í dag. Eftir margra mánaða vangaveltur um eðlilega viðskiptahætti er rannsóknin komin á fullt. Eins og kunnugt er kom ábendingin um viðskipti Q Iceland Finance í Kaupþingi frá Davíð Oddssyni, fyrrum seðlabankastjóra og forsætisráðherra. Hann upplýsti um það í frægu Kastljósviðtali í febrúarmánuði.

Ólykt var af þessum viðskiptaháttum - innkoma Sheiksins þótti aldrei trúverðug og ekki óeðlilegt að farið sé í alvöru rannsókn. Velta þarf við öllum steinum og klára þetta mál með sóma. Mér finnst saksóknarinn hafa staðið sig vel í dag og sýnt og sannað að hann er á vaktinni.

mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt væntanlega a.m.k. hálfu ári of seint. Pappírstætarar og gagnaeyðingarkerfi hafa haft vægast sagt góðan tíma til að eyða því sem þessum mönnum finnst rétt að eyða ber. Því miður.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 19:20

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ólafur hefur aldrei fattað hverju allir hafa ekki þyrlupalla við sumarhúsin sín.

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.5.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála því að verður að rannsaka. En það fer alltaf fyrir brjóstið á mér að birta svona áður en sekt er sönnuð.

Afnemum bankaleynd og innleiðum leynd svona mála þar til sekt er sönnuð.

Hvað finnst þér? 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Annars merkilegur þessi Davíð.

Kerfið er fljótt að bregðast við þegar Davíð réttir út fingurinn og fer að benda.

Skil annars ekkert í honum að nýta sér ekki alla þá vitneskju sem hann býr yfir varðandi IceSave og Landsbankann.

Nú á víst að fara að malbika veiðiveg við sumarbústaðinn hjá honum austur í sveitum.

Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að

Getur verið að það sé eitthvað til í þessari formúlu:

Stjórnsýslan = Sjálfstæðisflokkurinn = Davíð = Landsbankinn

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 11:40

5 identicon

Húsleit núna er aðeins of seint í rassinn gripið.  En sýnir þó góðan hug.  Vonandi ná tölvusérfræðingar að draga upp einhver gögn úr einkatölvum þessarra manna.

jonas (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:06

6 identicon

Flestum ætti að vera ljóst að bankaleynd er gild þegar um venjuleg og heilbrigð viðskipti er að ræða. En þegar menn ætla sér að komast upp með ólögleg og jafnvel gælpsamlega hegðun þá er ljóst að bankaleynd ætti að vera fallin niður.

Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: ThoR-E

Guðmundur:

Eftir að viðskiptin fóru að miklu leyti yfir í tölvutækt form og allar t.d millifærslur rafrænar ... er erfiðara að fela hlutina.

En það er samt rétt hjá þér ... pappírstætararnir hafa verið í mikilli notkun hjá fyrirtækjum útrásarvíkinganna... það efast ég ekki um.

En hvað varðar þessar húsleytir .. að þá bara loxins fór eitthvað að gerast.

ThoR-E, 23.5.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband