Öskubuskuævintýri Susan Boyle



Skoska öskubuskan Susan Boyle varð heimsfræg á einni nóttu með söng sínum á I Dream a Dream úr Les Miserables í þættinum Britain's Got Talent og heillaði bæði dómarana kröfuhörðu og alla áhorfendur. Frammistaða hennar var einlæg og flott - hún túlkaði lagið heillandi og gerði það vel. Fjölmargir í salnum, auk dómaranna, höfðu áður dæmt hana af útliti sínu og fasi og voru ekki þolinmóðir í hennar garð. Hún náði athygli þeirra og allrar heimsbyggðarinnar með einlægni, fyrst og fremst. Auk þess stóð hún sig bara vel.

Ég efast satt best að segja um að Susan Boyle sé besta söngkona heims. En hún er einlæg og ákveðin í senn, ein af hvunndagshetjunum sem hefur aldrei vakið athygli og hefði aldrei fengið séns í tónlist ef ekki væri þessi áhugamannaþáttur. Paul Potts náði svipaðri frægð fyrir nokkrum árum þegar hann söng Nessun Dorma úr Turandot af mikilli innlifun. Hann hafði lúkkið kannski ekki með sér en var fantagóður söngvari og sló í gegn. Susan Boyle virðist vera nokkuð örugg um sigurinn, sé mið tekið af því hvernig hún heillar fólk.

Þetta er eins og gamla spakmælið um bókina. Dæmum aldrei bókina af kápunni áður en innihaldið er skoðað.

mbl.is Susan Boyle komin í úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband