Atlaga vinstriaflanna gegn fólkinu í landinu

Vinstristjórnin sýnir sitt innra eðli og ráðleysi með því að auka álögur á íslenskan almenning um tólf milljarða; 8 milljarða í gegnum hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána og rúma 4 milljarða í gegnum vörugjöld. Þvílíkt kjaftshögg framan í fólkið í landinu. Þetta veikir stöðu almennings og ekki óvarlegt að álíta að þeir Íslendingar sem eru ekki fastir í skuldafangelsi fari hreinlega að flýja land.

Fjölmargir sitja svo eftir í fangelsi heima hjá sér skuldum hlaðin og í fjötrum ástandsins. Þvílík framtíðarsýn í boði vinstriaflanna í landinu. Þetta eykur aðeins vanda fólksins í landinu og sligar heimilin, sem nógu illa voru stödd fyrir og í raun alveg á bjargbrúninni.

Þetta eru ekta vinstrisinnaðar lausnir, fyrst og fremst skólabókardæmi um hversu veruleikafirrt liðið er sem treyst var fyrir þjóðarskútunni. Gremja almennings er auðvitað mikil. Sumir töldu virkilega að vinstriöflin myndu bjarga heimilunum í landinu.

Ekki furða að varla var stafkrókur í stjórnarsáttmálanum um heimilin í landinu og aðgerðir til lausnar vandanum. Eina úrræðið er að auka vandann um allan helming. Þvílík vinnubrögð.

Nú sjáum við í raun hvað ríkisstjórnin meinti með skjaldborginni. Það voru auðvitað bara orðin tóm; frasi í kosningabaráttu og á fjölprentuð kosningaspjöld.


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hvernig myndi Stebbifr borga skuldir okkar, skera niður eða hækka skatta? Eða viltu ekki gera það, kannski bara helst að Ísland haldi áfram sama líferni og útlönd loki á okkur af því að við borgum ekki okkar skuldir? Kúpa norðursins?

Það verður að laga fjárlagahallann með e-jum ráðum. Þetta er eitt af því minnst sársaukfyllsta. Fólk kemst af með smá hækkunum á þessum vörum, það er góð hugmynd að nota þær aðeins minna líka þegar maður getur.
Stjórnarandstaðan er hræsnari og lýðskrumari. Hvernig myndi hún semsagt skera niður? Auðvelt að vera í andstöðu og gagnrýna allt bara af því að þú ert í hinu liðinu og þarft ekki að taka ákvarðanir um að skera niðu/spara/borga skuldir.
Hver er hinn kosturinn. Gera ekki neitt , spara ekki neitt og greiða ekki niður skuldir og láta Ísland verða að Kúpu norðursins?

Ari (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.

Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.

Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..

Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 04:29

3 identicon

Sæll Stefán og heyr,heyr.

Hjartanlega sammála þér og eins og sést á mbl.is blogginu þá virðist vinstra fólk flúið sem er kannski óeðlilegt.

Held að mogga bloggið hafi tekið dýfu við þessa frétt.

Júlíus (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:01

4 identicon

Afhverju koma þá ekki hægri menn með hugmyndir hvernig er hægt að leysa þetta?  þetta ástand er nú þeim að kenna.

Hægri flokkarnir hefðu gert nákvæmlega sama hlut  nema það að þeir hefðu falið þetta betur því að jú hægri flokkarnir eru góðir í þessum földu sköttum. 

Atli Már (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:14

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála um að auka skuldir heimilana um 8 mijarða til að ná í 2.7 í ríkissjóð er ekki skynsamlegt en það voru nu hægri flokkarir sem komu okkur í þessa stöðu.  síðast þegar þjófélgaið stóð frammi fyrir stórum efnahagsvanda voru það hægri flokkarnir sem komu okkur í hann en vinstri flokkarin dógu okkur úr honum nokkuð farsællega, vonandi endirtekur sagan sig.

Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2009 kl. 09:10

6 identicon

Af bjargbrúninni og niður í sjó.  Fangelsisrimlarnir og stýringin voru skjaldborgin.  Viljum við búa lengur í Skuldalandi?

EE elle (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:37

7 identicon

Æ, komm on látt'ekki sona; þú gleymdir að nefna eina stefnumál Samfylkingarinnar, stefnuna sem mun bjarga öllum frá öllu...ESB-aðild!!!

Ekki vera svona ósanngjarn.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 10:11

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað þarf að gera eitthvað. Betra skref hefði verið fyrst að skera niður og taka á útþenslu ríkisbáknsins. Fækka sendiráðum og stokka upp í utanríkisþjónustunni hefði verið betra fyrsta skref. Þessi byrjun er ekki líkleg til að gera neitt annað en sýna okkur að þetta fólk sem er á vaktinni veit ekkert hvað það er að gera og gerir sér ekki grein fyrir vandanum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.5.2009 kl. 10:25

9 identicon

"Það verður að laga fjárlagahallann með e-jum ráðum. Þetta er eitt af því minnst sársaukfyllsta. Fólk kemst af með smá hækkunum á þessum vörum, það er góð hugmynd að nota þær aðeins minna líka þegar maður getur."

Ari, 

No. 1: Þó við kæmumst kannski af með hækkanir á vörunum sjálfum, þýðir þetta líka gífurleg hækkun skuldanna.  Sko vísitalan mun enn fjlúga upp og hækka fasteignalán fólks eina ferðina enn.  Og skattahækkanir á bensíni, áfengi og sykri ættu ekki að hækka fasteignaskuldir fólks.  Það er nú mesti vitleysisgangurinn við skattahækkanirnar í svona vitlausu vísitölukerfi.  Og sem Yfirvöld halda við lýði, hvort sem þau eru hægri eða vinstri.

No. 2: Og um að nota e-ð minna kemur yfirvöldum ekki við.  VIð erum sjálfstætt fólk.  Ekki kæri ég mig um að búa í landi þar sem mér er stjórnað og stýrt.  Það er ekki eðlilegt frelsi.

EE elle (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:12

10 identicon

Vill ARI ekki vakna?:

"Hver er hinn kosturinn. Gera ekki neitt , spara ekki neitt og greiða ekki niður skuldir og láta Ísland verða að Kúpu norðursins?"

Með svona endalausum rudda-hækkunum á fasteignaskuldum almennings, eins og skattahækkanir og meðfylgjandi vísitöluhækkun munu gera, verðum við fjlótt Kúba norðursins.  Fólkið GETUR EKKI borgað skuldirnar með blóði einu saman.  Fólk á oft enga peninga eftir vegna RUDDAHÆKKANA SKULDANNA.  Og fyrir forölufólk: Nú meina ég venjulegt fólk, ekki ofureyðslufólk, sem tók venjuleg lán sem flugu upp gegn þeirra vilja og af völdum heimskrar stjórnunar landsins.  Þetta eru blóðpeningar.  Og með þessu, ARI, verðum við að Kúbu Norðurins.   

Almennur borgari (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:30

11 Smámynd: Teitur Haraldsson

Íslenska ríkið er með mikið hagstæðari lán en íslenskur almenningur, þar að auki verður það EKKI ríkið sem getur komið okkur út úr þessari kreppu með því að rétta af ríkis kassan.

Það verða að vera athafnir fyrirtækja og ríkis sem skapa vinnu.
Það verður að vera hreyfing, kaup og sala í landinu. Annars er bara dauði.

Önnur leið sem má skoða er að lækka álögur á fyrirtæki og almenning, opna fyrir lánakerfið og koma þar með efnahagslífinu af stað. EKKI drepa það niður með peningaleysi.

Teitur Haraldsson, 30.5.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband