Gunnar víkur af bæjarstjórastóli

Gunnar Birgisson hefur nú tekið hagsmuni bæjarbúa og sjálfstæðismanna í Kópavogi fram yfir sína eigin með því að víkja sem bæjarstjóri. Örlögin voru ráðin í raun eftir fund framsóknarmanna á fimmtudag. Þar var ljóst að Framsókn gæti ekki stutt Gunnar lengur án þess að sitja uppi með leiðindamál tengd Frjálsri miðlun á kosningavetri. Þeir hefðu átt erfitt með að styðja Gunnar áfram með þau mál ókláruð í kjölfar skýrslu Deloitte.

Nú er það verkefni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að velja nýjan bæjarstjóra og velja leiðtoga flokksins án prófkjörs og sveitarstjórnarkosninga. Vel hefur komið í ljós að engin afgerandi samstaða er um leiðtoga úr bæjarfulltrúahópnum. Fróðlegt verður að sjá hvort niðurstaðan verði sú að einstaklingur utan bæjarstjórnar taki við bæjarstjórastólnum eða hvort samstaða náist, þrátt fyrir deilur bak við tjöldin síðustu dagana.

mbl.is Gunnar hættir sem bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll samkvæmt fréttaflutningi var það ekki Gunnar sem tók  hagsmuni bæjarbúa fram yfir sína eigin, hann ætlaði að halda áfram, það var framsókn sem krafðist þess að hann hætti

Kv. Arnar

arnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband