Pólitískur skandall eða pólitískt bjargráð

Því verður ekki neitað að pólitísk staða þeirra stjórnmálamanna sem sátu í lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar hefur verið betri og vörnin er vandræðaleg um leið og hún virðist hafa verið pólitískt bjargráð bakvið tjöldin. Ekki verður þar talað bara um pólitískan skandal meirihlutans í Kópavogi, enda tveir minnihlutafulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs tengdir málinu og hefur annar þeirra farið í fjölmiðla til að verja ákvörðunina og um leið reyna að minnka skaðann fyrir sig og aðra sem sátu í stjórninni með þeim.

Pólitísk ábyrgð þeirra allra ræðst í meðferð málsins á næstu vikum, en óneitanlega er staðan undarleg. Enginn rís upp til að gagnrýna vinnubrögðin úr bæjarstjórninni sem staðfestir að ákvörðunin var augljós öllum stóru framboðunum í bæjarstjórn. Allir sitja þeir uppi með það og taka afleiðingunum síðar. Af því leiðir að sameiginleg ábyrgð er til staðar. Ekki verður vart við að nokkur hafi setið hjá leik og allir í stjórninni, minnihlutafulltrúar í bæjarstjórn tekið ákvörðunina jafnt og leiðtogar meirihlutans.

Mér finnst reyndar drastískt að stíga fram og taka þessa menn fyrir með þessum hætti. Öllum er augljóst hvaða hagsmunir voru undir og hverra hagsmunir voru hafðir að leiðarljósi. En pólitísk ábyrgð tilheyrir í þessu máli sem öðru.

Vandséð er þó að meiri myrkraverk hafi verið gerð í þessum sjóði en öðrum sjóðum. Ekki var farið með valdi inn í suma þá sjóði sem mest hefur verið deilt um og settir tilsjónarmenn yfir.

Eðlilegt er að rætt verði, eða í það minnsta hugleitt eitt augnablik, hvernig hafi verið unnið bakvið tjöldin í skugga hrunsins.

mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skandall. Lífeyrissjóður VR skuldar skilanefnd Kaupþings 95 milljarða vegna veðmáls. Í því spilavíti sátu meðlimir sömu fjölskyldna beggja vegna borðsins. Allt fólk sem ætti fyrir löngu að vera komið á bak við lás og slá ef fjármálaeftirlitið ynni sína vinnu. Svo er ráðist að fólki sem hefur passað upp á lífeyrissjóðspeninga sem það er í ábyrgð fyrir og engu tapað. Hvað er eiginlega í gangi?

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 02:18

2 identicon

Á Íslandi er öllu snúið á haus. Þessir menn gerðu samfélaginu greiða. Og eru kærðir til lögreglu.

Marat (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband