Algjör vitfirring - mikilvægt atriði vantar í fréttina

Eðlilegt er að velta fyrir sér hverskonar vitfirring ráði för þegar maður veldur slíku tjóni í Skógarhlíð. Þarna hlýtur meira en lítið tilefni að hafa ráðið för. Þetta er gert að yfirlögðu ráði og hefur greinilega verið vel skipulagt. Enda augljóst.

Moggafréttin segir þó bara hálfa söguna, enda kemur fram í frétt á vísir.is að maðurinn hafi hringt í fréttastofuna og sagt hvað hann ætlaði að gera og verið með hótanir. Mjög alvarlegt mál. Hvað gerði sá sem fékk þá hringingu?

Mikilvægt að fá svar við því. Hafði hann samband við lögregluna? Ef ekki, var ástæða til að telja samtalið grín eða að það væri tilraun til að blekkja fréttastofu?

En hvert er tilefnið? Hvað kallaði fram aðra eins vitfirringu og yfirlagða aðför að slökkviliðinu?


Viðbót
Hafsteinn Gunnar Hauksson, blaðamaðurinn sem vann fréttina og talaði við manninn, hafði samband við mig og benti mér á hið mikilvæga atriði að hann hafði samband við neyðarlínu eftir að tala við manninn og bent þeim á stöðu mála. Mikilvægt að benda á það í samhengi við þessa bloggfærslu. Þakka Hafsteini fyrir að hafa samband.

mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef ég ætti að giska, þá myndi ég giska á einhvern geðsjúkdóm.  Það gerist.  Ekkert við því að gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.6.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það eru eflaust margir sem hafa velt fyrir sér viðbrögðum við erfiðum kringumstæðum, og hugleitt "drastístkar" aðgerðir. Það eru blessunarlega fáir sem hrinda því öllu í framkvæmd sem þeir hugleiða, einir með beiskju sinni, undir morgun þegar þeir vakna af órólegum svefni.

Undirritaður man glögglega gremjukökkinn fyrir brjóstinu þegar álagningarseðillinn birtist, á árunum um og eftir 1980. Maður skipulagði tíma sinn þannig að hægt var að vinna um það bil tvöfalda vinnu. Þessu fylgdi um það bil tvöfaldur skattur - greiddur eftir á. Ég mun aldrei þræta fyrir að hafa hugsað skattheimtumönnum lýðveldisins þegjandi þörfina.

Mikið er það gott, að teknu tilliti til atburða undanfarinna daga, að hafa haldið haus!

Flosi Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 00:54

3 Smámynd: Hallur hinn tímalausi

MBL.IS sannar það aftur og aftur hvað þeir eruu orðnir slappir í öllum sínum fréttafluttningi

Hallur hinn tímalausi, 22.6.2009 kl. 08:46

4 identicon

Maður býður í "ofnæmi" eftir því að vita hvað manninum gekk til með þessu?

Hann var víst búinn að hringja áður í fréttastofu fyrir einhverju síðan með samskonar hótanir um einhverja vitleysu gagnvart lögreglunni.

Friðbjörn B. Möller (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:48

5 identicon

Það er komið fram að einhverju leiti en hann kvartaði yfir kannabisafskiptum lögreglunnar svo maðurinn er neytandi.

Þeir þurfa ekki að sækja geðveikina langt og kannski er þetta afleiðing hækkandi efnaverðs, eða efnahallæris

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband