Er liðið í VG alveg orðið veruleikafirrt?

Hvernig dettur Álfheiði Ingadóttur í hug að segja að kosið hafi verið um Icesave í alþingiskosningunum í apríl? Er þetta lið algjörlega orðið veruleikafirrt bara við það að taka við völdum í landinu? Forðum daga skreyttu vinstri grænir sig með því að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu í lykilmálum - virkja milliliðalaus samskipti við fólkið í landinu. Nú er þetta algjörlega gleymt. Hræsnin er allsráðandi í málflutningi vinstri grænna.

Steingrímur J. Sigfússon viðhafði stór orð um mikilvægi þjóðaratkvæðagreiðslna þegar Kárahnjúkavirkjun var til umræðu á Alþingi fyrir nokkrum árum. Þá vildi hann að þjóðin tæki ákvörðunina í stóru máli.

Hvað sagði Steingrímur J. sjálfur um slíkan málflutning þegar hann var í stjórnarandstöðu og deilt var um virkjunina stóru við Kárahnjúka. Rifjum upp ummæli hans þá:

"Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sál, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði.

Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það."

Svo mörg voru þau orð....


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er reyndar rétt hjá henni að kjósendur voru sérstaklega að velja þá þingmenn og flokka sem þeir helst treystu til að greiða úr þeim vandræðum sem við erum í. Kjósendur fólu sérstaklega þessum 63 nýju þingmönnum að þrífa og taka til eftir banka- og útrásarstefnu Sjálfstæisflokksins.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.6.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Nei, ég held að þú sért að missa þig dálítið.

Sumt er þess eðlis að það gengur ekki að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvernig væri þessi spurning:

Viltu skerða þín kjör, borga hærri skatta, hafa verra heilbrigðiskerfi, skerða lífskjör og möguleika barna þinna og barnabarna til að þrífa upp drulluna eftir útrásarvíkingana og sjálfstæðisflokkinn?

Hvað ef svarið er nei?

Stundum er ekkert val Stefán, það þarf að gera það sem gera þarf.....

Þetta skilur skynsamt fólk.

Oddur Ólafsson, 30.6.2009 kl. 17:43

3 identicon

Hahahh touchééé! :D

Adam Fjeldsted (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 22:48

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það verður að segjast eins og er að viðsnúningur VG í nánast öllum þeirra málum hlítur að teljast til sögulegra atburða.

Svona vitleysu eins og Álfheiður lætur út úr sér nær engir átt, þeir voru þvílíkt á móti þvi að við tækjum þetta á okkur þannig að atkvæði greitt VG ætti frekar að teljast atkvæði gegn Icesave skuldbindingum

Steinar Immanúel Sörensson, 30.6.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef eitthvað var, voru Vinstri grænir ekki með, heldur móti Icesave í vor. En nú er mín gamla skólasystir Álfheiður einfaldlega að lýsa því yfir, að hún fylgi sínum umturnaða foringja gegnum þykkt og þunnt. Þá veifar hún auðvitað röngu tré fremur en öngu, enda lætur þeim bezt að veifa röngu trjánum – 400 til 600 milljörðum – og berja með þeim á þeirri sinni eigin þjóð, sem Steingrímur talaði illa um á Iðnófundinum í gærkvöldi. Burt með þessa svikara.

Jón Valur Jensson, 30.6.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband