Tilfinningarík kveðjustund í borg englanna



Ég var að horfa á tilfinningaríka og hugljúfa minningarathöfn um poppkónginn Michael Jackson í Staples Center í Los Angeles á CNN. Tónlistin lék þar lykilhlutverk eins og við má búast þegar að einn fremsti söngvari síðustu áratuga, sannkölluð goðsögn í tónlistarbransanum, er kvaddur hinsta sinni. Túlkun Usher á lagi sínu, Gone To Soon, var hiklaust tónlistaraugnablik minningarathafnarinnar. Yndislegt og hugljúft.



Auk þess lét kveðja Parísar, dóttur Jacksons, til föður síns engan ósnortinn. Innilegar og fallegar tilfinningar, sem snertu taug í brjósti þeirra sem horfðu á.

mbl.is Mikið um dýrðir á minningarathöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála :)

Frelsisson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband