Brenglað fréttamat Ríkisútvarpsins

Í miðjum klíðum lokaumræðu um aðild að Evrópusambandinu finnst mér trúverðugleiki fréttastofu Ríkisútvarpsins dala gríðarlega. Í kvöld margtuggði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir upp að afstaða þingmanna Borgarahreyfingarinnar væri fráhvarf frá kosningastefnu og gerði mikið úr því í viðtali við Birgittu Jónsdóttur, alþingismann Borgara, að hún væri í plotti með atkvæði sín og hefði svikið málstaðinn. Þetta var svo endurtekið vel eftir viðtal Jóhönnu við Þór Saari í Kastljósi.

Eðlilegt er að spyrja hvort skipti meira máli eitthvað sem Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir sögðu fyrir kosningar eða algjör viðsnúningur Steingríms J. Sigfússonar og fleiri þingmanna VG í ESB-málinu, aðeins fyrir völdin. Veit ekki betur en Steingrímur J. hafi kokgleypt kosningastefnu VG og flokksstefnuna um ESB fyrir það að verða einn valdamesti maður landsins, ferðafélagi Jóhönnu og Samfylkingarþingmannanna, ESB-trúboðanna 20.

Hvar er mat Ríkisútvarpsins? Ætla þeir að tapa trúverðugleikanum í þessari ESB-hringekju Samfylkingarinnar, þeirri sömu og Steingrímur J. er orðinn svo áttavilltur í?


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem einlægur ESB-sinni og VG kjósandi líka er ég ekki alveg sáttur við greiningardeild þína. Það var kannski heillandi fyrir 10 árum síðan að vera fjármálaráðherra. Það er það ekki lengur. Á þeim tíma, verandi í þeirri stöðu var hægt að selja banka, ekki einn heldur tvo. Bankarnir lánuðu svo hvor öðrum, sniðugt ekki satt? Í dag stendur maður eins og SJS í skítnum og reynir að moka út. Það er ekki sérstaklega þakklátt hlutverk.

Hvað varðar ESB þá skil ég ekki hræðsluna við það að ganga til viðræðna og hugsanlega gera samninga sem verða bornir undir þjóðaratkvæði. Norðmönnum hefur tekist það tvisvar að hafna aðild (eftir að hafa séð samninginn - N.B.) - á þjóðin sumsé að kjósa (helst á móti)án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst?

Að lokum, ég hef fylgst með þínum skrifum í all langan tíma og þykist vita að þú er hallur undir Sjálfstæðisflokkinn. Það finnst mér í góðu lagi og virði það að sjálfsögðu en spurningin er hvort þú ert sammála flokksfélaga þínum, þingmanni og fyrrum fanga sem líkir ESB við Sovét? Það virðist nefnilega ekki vera mögulegt að draga upp skoðun úr sjálfstæðismönnum nema einhverja í líkingu við skoðun fyrrverandi fangans...

kv. Sigurður

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það kemur á daginn með Ríkisútvarpið hverra erinda það gengur, greinilega starfsmanna sem voru í framboði, þar sem sérstakt fréttamat er um þann flokk og fráhvarf frá flokksstefnu, sem ég man nú ekki eftir sem fréttum af öðrum flokkum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband