Afleitur samningur - pólitísk áhætta Steingríms

Æ betur kemur í ljós hversu afleitur Icesave-samningurinn er. Alltaf koma fram nýjar tölur og hugleiðingar sem leiða í ljós að ekki er hægt að samþykkja þennan samning í þinginu. Steingrímur J. Sigfússon hefur hinsvegar lagt pólitíska framtíð sína undir fyrir þennan samning og ætlar að standa og falla með því greinilega hver örlög samningsins verða. Ekki er það skynsöm áhætta fyrir vinstri græna, en þeir eru reyndar að verða jafn stöðugir og vindhaninn á Stórhöfða.

Ég velti reyndar fyrir mér hvernig vinstri grænum og Samfylkingu líði með þennan afleita samning í fanginu og geta hvorki losað sig við hann né afneitað honum. Þvílík byrði, pólitískur harmleikur en sjálfskaparvíti. Mér finnst alltaf jafn aumingjalegt að sjá stjórnarsinna reyna að koma þessum samning yfir á aðra. Samningurinn er á pólitíska ábyrgð Steingríms J. og vinstri grænna. Þeir leiddu samninganefndina og skrifuðu undir fyrir hönd ríkisins. Þeirra er klúðrið.

Hver þeirra ætli verði fyrstur til að viðurkenna að þessi samningur er mega klúður? Þó það kosti þá áhættu að sparka í Steingrím J. En það er kannski með þetta eins og ESB... sá vinstri grænn sem þorir að rífa kjaft og sýna eigin sannfæringu og sanna forystu stendur uppi sem táknrænn sigurvegari.

mbl.is Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

SAMMÁLA ÞESSU

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

VG eru bestir í stjórnarandstöðu kunna ekkert annað miðað við afrekaskrá þessara ríkisstjórnar, þó kemur Ögmundur skemmtilega á óvart í afstöðu til ICESAVE málsins

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 21.7.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

VG eru bestir í stjórnarandstöðu kunna ekkert annað miðað við afrekaskrá þessara ríkisstjórnar, þó kemur Ögmundur skemmtilega á óvart í afstöðu til ICESAVE málsins

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 21.7.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvað voru haldnir margir fundir áður en skrifað var undir 1 ?
 
Skrifuðu þeir undir það fyrsta sem að þeim var rétt gagnrýnislaust ?  

Við hverju bjuggust menn með gamlan komma úr alþýðubandalaginu með enga reynslu af svona samningum að leyða nefndina.

Annars er trúverðugleiki sjs og vg búinn eftir að þeir greiddu atkvæði með ESB á móti stefnu og landsfunarálýktun flokksins - þeir verða örflokkur eftir næstu kosningar -

Óðinn Þórisson, 22.7.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband