Eðlileg yfirlýsing frá Götusmiðjunni

Götusmiðjan Það er mjög vel skiljanlegt að Guðmundur Týr Þórarinsson og þau hjá Götusmiðjunni hafi sent út yfirlýsingu til að benda á að Götusmiðjan og Byrgið er ekki hið sama. Það er ekki hægt að segja annað en að orðspor Byrgisins hafi beðið mikinn skaða að orðrómi um ósæmilegt athæfi Guðmundar Jónssonar, sem stofnaði Byrgið fyrir áratug sem kom fram í þættinum Kompás í gærkvöldi.

Í dag hef ég fengið nokkra tölvupósta sem eru með og á móti skrifum mínum. Ég sé ekki eftir neinu í þeim skrifum sem hér hafa komið fram. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt að forstöðumaðurinn komi fram með þeim hætti sem augljóslega er til staðar og staðfestist í þessum þætti í ljósi þess að ríkisfé hefur farið til Byrgisins. Það er algjörlega óverjandi, að mínu mati, að segja annað um stöðu mála.

Ég endurtek að mér finnst með öllu óeðlilegt að ríkið haldi áfram að styrkja Byrgið með fjárframlögum í ljósi stöðunnar sem upp er komin.

mbl.is Segir ekki mega rugla saman Götusmiðjunni og Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég held að margir rugli þessum mönnum saman.  Þetta á alveg örugglega eftir að hafa áhrif á fólk. t.d. hvað það gefur í safnanir á vegum þessara félaga.

TómasHa, 18.12.2006 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband