Flótti skollinn á í heilbrigðisstétt

Brotthvarf Huldu Gunnlaugsdóttur af forstjórastóli Landspítalans vekur spurningar um hvort flótti sé að skella á í heilbrigðisstétt. Flestum var ljóst að nær vonlaust væri að bjóða Huldu að taka á sig annan launasamning og í raun má búast við að sama gildi um lækna, þeir munu einfaldlega fara annað eigi að skera þá niður. Eins og einn læknirinn sagði fyrir nokkrum vikum að þá er meiri eftirspurn eftir íslenskum læknum erlendis en íslenskum stjórnmálamönnum.

Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu og augljóst að hún fór úr mjög krefjandi verkefnum, vel borguðum, fyrir það að halda heim. Hún var einfaldlega langhæfust umsækjenda og mikill styrkur fyrir spítalann að fá hana til starfa. Brotthvarf hennar veikir spítalann eflaust.

Hún hafði svosem átt erfitt í störfum að undanförnu og sérstaklega þegar hún var að réttlæta ráðningu spunameistara Össurar Skarphéðinssonar til spítalans. Ráðning sem leit út sem vinargreiði Ögmundar við Össur. Það var ekki beint bjartasta stund Huldu að verja það rugl.

mbl.is Hulda í ársleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já, svona erum við að missa okkar hæfasta fólk?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband