Bretar og Hollendingar kippa í spotta hjá IMF

Augljóst er nú að Bretar og Hollendingar hafa kippt í spotta hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að tryggja að Íslendingar verði neyddir til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Þarna glittir í það veldi sem sumir vilja semja okkur inn í með aðild að Evrópusambandinu, Brussel-valdið margfræga. Þetta hefur Samfylkingin sætt sig við fyrir aðförina að Íslandi, fyrst með því að taka ekki slaginn við Brown.

Fyrir nokkrum vikum hótaði Gordon Brown íslensku þjóðinni því að toga í spotta hjá IMF til að taka okkur í bóndabeygju. Þetta er staðfesting þess að þeir hafa öll tögl og hagldir í IMF. Þar verður hugsað um þessar skuldbindingar fyrst og fremst.

Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar þær hefjast, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.

Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.

mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhanna er í sumarfríi - hún hefur sagt að hugsanlega kanski mun hún hringja í Brown þegar og ef hún telji að réttur tími sé til þess - klúður ríkisstjónarinnar er algjör - þeir eiga að fara frá - og það strax.

Óðinn Þórisson, 30.7.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Stefán, hefur þér dottið í hug að íslenskir stjórnmálamenn kippi í spottana með þeim?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.7.2009 kl. 20:21

3 identicon

Veistu Stefán, það er ansi erfitt fyrir liggjandi mann að sparka frá sér! Hvort sem menn vilja tengja þessa stöðu við Brussell eður ei. Það er reyndar að verða þreyttur frasi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 20:40

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ef hlutirnir væru nú alltaf svona einfaldir!

Ég held að þú áttir þig ekki á "heildar sitúarsjóninni" elsku karlinn minn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi... þetta er ekki svona einfalt... Málið er að enginn þjóð vill hafa við okkur samskipti nema mál séu kláruð.. það á líka við um alla hina. Holland og Bretland eru ekki ein um að vilja að við klárum okkar mál.

Það vill enginn hafa leikfélaga með sér í sandkassanum, þegar hann kúkar í sandinn og neitar að þrífa eftir sig.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband