Dramatísk endalok hjá Björgólfi

Gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er dramatískur endapunktur á brösóttum viðskiptaferli. Innan við ári eftir fall Landsbankans er veldi hans fallið og stendur ekki steinn yfir steini. Vissulega er Björgólfur einlægur og vandaður maður að mörgu leyti. En ég hef miklar efasemdir um hann sem bissnessmann eftir alla þessa hringekju sem við höfum verið í og fylgst með síðustu árin. Enda ekki óeðlilegt að hugleitt sé hvort leiðsögn hans hafi verið farsæl.

Þar var gamblað langt um efni fram og þeir sem tóku þar mestan þátt fóru langt fram úr sjálfum sér. Björgólfur er einn þeirra sem bera þar mikla ábyrgð. Björgólfur birtist eftir sem hinn einlægi baráttumaður gegn ósómanum, einum of seint. Afneitun hans var ekki trúverðug þá og ég efast um að margir vorkenni honum, þó fallið sé hátt. Hann talaði mikið um ábyrgð í Kastljósviðtali fyrir nokkrum mánuðum en bar hana ekki.

Í sannleika sagt trúi ég ekki Björgólfi - ímynd hans, sem hann reyndi að endurreisa, er í algjörri rúst og verður ekki púslað saman svo trúverðugt sé. Svo er það bara öllum öðrum en honum að kenna hvernig fór. Bara ef Seðlabankinn hefði látið hann fá meiri pening, þá hefði allt gengið - svo sagði Björgólfur.

Eitt er víst: Björgólfur, hinn iðrandi syndari, lenti í móðu, algjörum villigötum, og týndi sjálfum sér í græðginni. Hann hefði getað gert margt til að snúa málum á annan veg fyrir þónokkru en gerði ekki neitt, sukkaði í botn og iðraðist yfir falli sínu.

Ekki veit ég hvort Björgólfur eða aðrir yfirstjórnendur hrunsins muni rétta sinn hlut eða rísa upp úr öskustónni. En þeir eru ærulausir í þessu samfélagi. Svo mikið er ljóst.

mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er EKKI einlægur og vandaður maður. Enn hann virkar aftur á móti þannig á flesta. Þessi maður var stjórnarformaður Landsbankans og aðaleigandi. Sem slíkur hefur hann lagt grunnin af Icesave svikamylluni.

Þetta Iceseve dæmi er alveg með ólíkindum. Þarna var verið að taka við innlánum framm á síðustu klukkutíma enn ekki var hægt að taka út!!

Þetta er sennilega sá stæðsti af fjármálavillimönnunum og hann mun ekki borga krónu,allt komið á kerlinguna. Það að tala um hann sem sakleysingja er svona svipað og að kenna Himmler um Gyðingadrápin og segja að Hitler hafi nú verið góður og heiðarlegur maður.

óli (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband