Barnaleg viðbrögð Hrannars við góðri grein Joly

Mér finnst viðbrögð Hrannars B. Arnarssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, við góðri grein Evu Joly vægast sagt mjög barnaleg. Hún talar heiðarlega um málin, kemur málstað Íslands á framfæri á alþjóðavettvangi. Þakka á Evu frekar en skamma hana fyrir að vera einlægur og traustur málsvari Íslands.

Greinilegt er að það fer í taugarnar á málpípu Jóhönnu Sigurðardóttur og áróðursmeistara hennar að Eva hafi skoðanir og verji Ísland.

Enn og aftur sannast að Samfylkingin er algjörlega ófær um að verja hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi.

mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Viðbrögð forsætisráðuneytisins við vinarbragði Evu Joly eru til skammar.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Alveg innilega sammála þér,   mér finnst við eiga að fagna því að einhver taki upp hanskann fyrir okkar þjóð ekki veitir af, ég segi bara Guðs laun fyrir Evu Joly hún virðist vera okkar dyggasti málssvarsmaður í dag.

Hulda Haraldsdóttir, 3.8.2009 kl. 05:02

3 Smámynd: brahim

Þar var gamblað langt um efni fram

ósómi og siðleysi

þurfa Íslendingar að borga kostnað (og skatta þeirra sem ekki standa skil á sínu)

Þessi orð og setningar koma fyrir í ýmsum pistlum þínum og mætti í raun bæta fleirum við, en læt þessi nægja.

Skyldu þessi orð nokkuð eiga við um þann sem skrifað er um hér  Hvernig útskýrir þú það annars ?

brahim, 3.8.2009 kl. 05:36

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eins og margoft hefur komið fram... þetta er eitthvað sem Hrannar sagði á facebooksíðu sinni og er hans persónulega skoðun og hefur ekkert með Samfylkinguna að gera... 

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Stefán Friðik, ég er innilega sammála þér að viðbrögð Hrannars eru bæði barnaleg og í raun furðuleg. Mín skoðun er sú að Eva Joli hafi verið himnasending og nú okkar besti málsvari. Hafi hún þökk fyrir þessa frábæru grein sem allir ættu að lesa.

kv

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.8.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband