Borgarahreyfingin splundrast á mettíma

Á örfáum mánuðum hefur Borgarahreyfingin koðnað niður í innri ólgu og átök - hefur sett Íslandsmet í sundrungu og ósamstöðu. Þetta eru pínleg örlög hreyfingar sem ætlaði eflaust að vera þekkt fyrir eitthvað annað en innri klofning - gat ekki enst sumarþingið einu sinni án þess að splundrast upp á Alþingi. Illa er komið fyrir fjögurra manna þingliði sem getur ekki haldið saman lengur en hálft ár.

En varla kemur þetta samt að óvörum. Þegar varð ljóst í maímánuði að innri mein voru undir niðri í hreyfingunni. Þau hafa samt sligað hreyfinguna og þinghópinn sérstaklega mun fyrr en flestum óraði fyrir.

Þegar ég skrifaði þessa grein í maí sá ég fyrir að Borgarahreyfingin lifði ekki kjörtímabilið... en átti varla von á að þetta yrði orðið svona súrt fyrir sumarlok.

En við hverju var að búast af hreyfingu sem myndaðist utan um óánægju og fá stefnumál, almennt orðuð.

mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Stefán.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 03:08

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það má segja að trúverðuleiki og allur pakkinn hafi farið á fyrsta starfsdegi á alþingi þegar þeir sömdu við sf um nefndarsæti gegn því að vera með ESB en svo auðvitað stóðu þeir ekki við það heiðursmannasamkomulag -

Bhr. er ótrúverðugur hópur ósamstillts óánægjufólks og mun þessi hreyfing hverfa af þingi eftir næstu kosningar.

Óðinn Þórisson, 7.8.2009 kl. 07:53

3 Smámynd: 365

Þessi svokallaða hreyfing var splundruð fyrirfram, sjáið mannvalið ef mannval skyldi kalla.

365, 7.8.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband