Virðingarleysi fyrir lögreglu

Enn og aftur berast fregnir af því að mótmælendur, aðgerðarsinnar, eða hvað þeir vilja kalla sig láti skap sitt bitna á lögreglunni. Í nýlegri tölfræði kom fram að árásir á lögreglumenn hefðu sjaldan eða aldrei verið fleiri en síðasta árið. Virðingarleysið fyrir lögreglunni virðist stundum algjört. Aðförin að henni í mótmælunum í janúar var lágkúruleg og engum til sóma, enda var augljóst að samhugur með lögreglunni jókst í kjölfarið.

Þeir sem þar starfa eru aðeins að sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert til að verðskulda slíka lágkúru. Ég vona að flestir sjái að lögreglan vinnur fyrir okkur öll og á að njóta virðingar landsmanna.

mbl.is Sparkað í höfuð lögreglumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona líka að sem flestir sjái það,bara sorglegt hversu sjaldan maður upplifir það.

persóna (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Flott skrif..

Algerlega sammála þér.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 8.8.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju eru ekki teljandi viðurlög við því að berja lögregluþjóna? Af hverju fá glæpamenn að sitja með svartaseptember-húfur í réttarsal ? Af hverju eru glæpamenn ekki geymdir í fangelsum ?

Þýðir nokkuð að spyrja svona ? Er þetta ekki vonlaust hvort eð er ?

Halldór Jónsson, 10.8.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband