Engin hlerun á símum Jóns Baldvins

Jón Baldvin Hannibalsson Ríkissaksóknari hefur ákveđiđ ađ rannsókn verđi ekki fram haldiđ í hlerunarmálinu sem kennt er viđ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráđherra og sendiherra. Ađ mati hans ţykja fyrirliggjandi rannsóknargögn ađ svo stöddu ekki gefa tilefni til ţess ađ haldiđ verđi áfram ţeirri rannsókn sem til var stofnađ ţann 16. október sl. er umrćđa hófst um hleranir á skrifborđssímum Jóns Baldvins og Árna Páls Árnasonar, ţingframbjóđanda Samfylkingarinnar, sem vann í utanríkisráđuneytinu í ráđherratíđ Jóns Baldvins.

Međ öđrum orđum; ţađ er mat ríkissaksóknara byggt á gögnunum ađ símarnir hafi ekki veriđ hlerađir og ţađ segir á einum stađ ađ ekkert hafi fundist sem styđji ţau ummćli. Ţetta eru vissulega merkileg tíđindi og virđast bođa endalok rúmlega tveggja mánađa gamals máls sem hófst međ yfirlýsingum Jóns Baldvins sjálfs í viđtali í morgunţćtti Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu ţann 10. október sl. Ţađ voru vissulega mikil tíđindi og settu mark á ţjóđmálaumrćđuna um nokkuđ skeiđ. Jón Baldvin var utanríkisráđherra á árunum 1988-1995 og sagđist hafa komist ađ ţví á árinu 1992 eđa 1993 ađ sími sinn hefđi veriđ hlerađur međ ábendingum ţar um - mađur sem hann fékk til ađ kanna símana hefđi sagt ţá hlerađa.

Í kjölfar ummćla Jóns Baldvins og Árna Páls, sem kom fram međ sína sögu í ţćttinum Silfri Egils ţann 15. október sl. ákvađ ríkissaksóknari formlega rannsókn á málinu og skipađi Ólaf Hauksson, sýslumann á Akranesi, til verksins. Jón Baldvin fór á ţessum tíma í mörg viđtöl og fór yfir sína hliđ málsins og sama gerđi Árni Páll. Er leiđ ađ lokum nóvembermánađar ţótti merkja á blađaskrifum Jóns Baldvins ađ hann vćri ađ draga í land í málinu og hopa af velli hćgt og rólega. Niđurstađa ríkissaksóknara er ţrátt fyrir ţađ merkileg og segir margt um stöđu mála. Greinilega hefur ekkert handbćrt eđa öruggt fundist um máliđ eđa málatilbúnađ tvímenninganna.

Í kjölfar allrar ţessarar hlerunarumrćđu á árinu verđur vćntanlega kćrkomiđ ađ leggjast yfir bókina Óvinir ríkisins eftir Guđna Th. Jóhannesson, sagnfrćđing. Ţá bók hlakkar mér svo sannarlega til ađ lesa og ţađ mun ég gera um jólahátíđina.

mbl.is Rannsókn á meintum hlerunum ekki haldiđ áfram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband