Samstaða um Icesave - Davíð á Austurvelli

Mér líst vel á hversu vel heppnaður samstöðufundurinn var á Austurvelli. Mikilvægt er að klára þetta mál með heill og hag Íslands að leiðarljósi. Athygli vekur að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var þar einn fundarmanna og tók þátt í þessum vel heppnaða fundi. Davíð hefur verið einn traustasti talsmaður farsællar niðurstöðu í Icesave-málinu fyrir Ísland og verið skeleggur í tali, eins og jafnan áður.

Þessi fundur hlýtur að verða upphafið á því að færa þetta mikilvæga mál úr skotgröfunum, tryggja þverpólitíska samstöðu og einkum það að unnið verði að því að treysta hagsmuni Íslands, tryggja farsæla niðurstöðu fyrir fólkið í landinu og afkomendur þeirra.

mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Alveg sammála þér Friðrik.  Vel heppnaður fundur.  Þetta mál snertir okkur öll, börn okkar og mögulega barnabörn og þá spyrjum við ekki um flokksskírteini.

Sýnum einhug og samstöðu

Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.8.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mjög vel heppnaður fundur - Einar Már fór á kostum, sérstaklega þegar hann talaði til hins nú um stundir þögula forseta vor sem væntanlega er í felum.

Vonandi að Alþingi hafi skynsemina að leiðarljósi og hafni kúgunarsamningnum.

Sigurður Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband