Dramatísk endalok á hjaðningavígum smáflokks

Skondið var að fylgjast með lokahluta farsans í Borgarahreyfingunni á Alþingi í dag þegar Þráinn Bertelsson gerðist óháður þingmaður og Margrét Tryggvadóttir baðst afsökunar á Alzheimer-tölvupóstinum. Trúverðugleiki þessarar hreyfingar er fyrir löngu gufaður upp... eftir standa aðeins hjaðningavíg og illdeilur fólks sem á greinilega enga samleið lengur.

Margrét verður væntanlega brennimerkt alla tíð af þessum tölvupósti. En hverskonar stjórnmálahreyfing er það annars þar sem allir birta tölvupósta hvers annars á netinu. Traustið er ekkert milli fólks innbyrðis.. varla þarf að búast við að þjóðin treysti þessu fólki.

mbl.is Þráinn úr þingflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í alvörunni talað kommon. Eins mikið og ég er gáttaður á þessu öllu þá myndi ég ekki fara tala um trúverðugleika Borgarahreyfingarinnar. Hver er trúverðugleiki Þorgerðar Katrínar? Hver er trúverðugleiki Árna Johnsen? Hver er trúverðugleiki Ólafar Nordal? Maður getur talið þetta endalaust upp.

Það sem mér finnst mest áberandi í þessu er hvernig allir rísa upp úr fjórflokkunum og tala um að hreyfingin sé dauð. Þarna eru menn greinilega skíthræddir. Ég ætla amk ekki að koma með neina dóma um hreyfinguna fyrr en eftir landsfundinn.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband