Örlögin ráðast brátt í Icesave-málinu



Örlögin ráðast brátt í hinu risavaxna Icesave-máli í þingferlinu. Sögusagnir eru um að Bretar og Hollendingar ætli að sætta sig við fyrirvarana en fá þeim hnekkt fyrir dómi þegar á þá reynir. Þeir eru þá í raun orðnir marklausir eða haldlitlir í besta falli. Nú reynir á hvort þingið skerpir á fyrirvörunum eða kemur með einhverja lausn sem hentar þingmeirihlutanum í málinu.

Óþarfi er að minna þingmenn á að afstaða þeirra í þessu máli mun elta þá lengi... þarna er spilað með örlög þjóðarinnar næstu áratugi. Verði þeim á skrifast mistökin á þá sem samþykktu málið með haldlitlum fyrirvörum. Eðlilegt er að þingmenn reyni að vinna að sem hagstæðustu niðurstöðu fyrir Ísland og fólkið í þessu landi.

Eðlilegt er á lokaspretti þingumræðunnar að benda á góða klippu sem sýnir vel þá hringekju sem leiðtogar stjórnarflokkanna tóku fyrir og eftir undirskrift þessa afleita samnings sem Svavar Gestsson skrifaði undir því hann vildi ekki hafa þetta mál lengur hangandi yfir sér, eins og hann orðaði svo smekklega.

Fáir hafa tekið meiri áhættu í þessu máli en Steingrímur J. Sigfússon sem hefur tekið marga hringi frá því að hann varð ráðherra og beygt af leið sannfæringar og hugsjóna fyrir völdin.

mbl.is Funda um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæsilegt og afhjúpandi myndband, Stefán Friðrik!

Gott að þjóðin sé minnt á loforð Steingríms og Jóhönnu upp í þeirra hólkvíðu ermar. Jóhanna talið um, að með afnotum okkar af eignasafni Landsbankans fengjum við "að minnsta kost 95% af þessum [Icesave-]skuldum"! Hvílíkt rugl og glóabjartsýni!

Einnig kemur þessi marg-tilvitnaði texti fram hér: "Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér, segir Svavar og hlær." (Hann er að tala um Icesave-samningana! Nú hefur hann reiði þjóðarinnar hangandi yfir sér í staðinn.)

Steingrímur J. Sigfússon á myndbandinu: "Þessi lánasamningur hefur ENGIN áhrif á skuldastöðu ríkissjóðs"!!! ... "Það er ÉG sem tek áhættuna, ÉG treysti Svavari Gestssyni, og ég veit, að hann er að gera GÓÐA huti. Og ég LOFA þér því, að það er í sjónmáli, að hann landi og hans fólk GLÆSILEGRI niðurstöðu fyrir okkur. Ég ber ábyrgð á verkum mínum. Það er ég sem tek áhættuna"! – Hann sér ekki áhættu þjóðar sinnar þessi maður! Sér hann ekki út fyrir naflann á sjálfum sér og Svavari Gestssyni?

Þau eru margsannaðir ósannindamenn öllsömul – og Össur með.

Þá er þarna haft eftir leiðtogum stjórnarflokkanna, að vextirnir (5,55%) "séu með þeim beztu sem í boði séu." – En ég vil minna á, að Bretar áttu kost á 3,38% vöxtum vegna þessara Icesave-innistæðna, sem þeir borguðu innistæðueigendum í haust; vaxtamuninn, 2,17%, hirðir brezka ríkið í eigin vasa sem okurgróða – af heildarupphæðinni losar það eitt 106 milljarða króna! (sjá HÉR).

Ein athugasemd: Seint á myndbandinu segir í texta rituðum yfir skjámyndina: "Vextirnir eru langstærsta skuldbindingin í Icesave-samningnum." – Þetta er ekki lengur rétt, því að eignasafnið hefur á síðustu vikum reynzt miklu rýrara en áður var taið og gæti jafnvel farið niður í 20% af upphaflegu 640 milljarða Icesave-skuldafjárhæð Landsbankans (sem sjálf hefur hækkað vegna gengisbreytinga) – og þetta er allt annað en þau 95% sem annaðhvort fáfróða Jóhanna eða skrökvísa Jóhanna var að "upplýsa" þjóðina um í fréttum!

Þetta fólk verður dregið til ábyrgðar, þótt síðar verði ... ef ekki í kosningum, þá í dómssölunum.

SAMT SKULUM VIÐ ENN OG ÁFRAM BERJAST Í ÞESSU MÁLI, ég er sammála þeim glögga manni Jóni Lárussyni um það, að: Enn er hægt að segja NEI!!!

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 25.8.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband