Af hverju sagði Anna Kristine þessa sögu ekki fyrr?

Algjörlega óskiljanlegt er að Anna Kristine Magnúsdóttir hafi beðið í rúm tvö ár með að segja frá hvernig komið var fram við hana eftir skrifin um Kumbaravogsmálið. Þetta var ekki síður frétt en þau skrif. Tengslin milli Landsbankans og bankastjórans við kortamálið tengt Önnu Kristine er þess eðlis að þetta átti að verða forsíðufrétt á þeim tíma... nú hefur fréttin minna vægi en þá hefði verið... en er samt sem áður stórfrétt.

Hvernig stendur á því að þaulvanir fjölmiðlamenn sem hafa fréttanef og skynja stórfrétt þegar þeir komast á sporið þagna þegar annað eins mál gerist? Það er stórmál þegar einn banki lokar á viðskiptavin af engum sökum og reyna að koma henni í mikil vandræði, enda hefði hún verið handtekin með "stolið" kort hefði verslunarstjórinn ekki þekkt hana.

Hvernig er hægt að þaga yfir svona í yfir tvö ár?

mbl.is Anna Kristine var þjófkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Æ Stebbi, ekki þaga, heldur þegja...

En það er bara svo grátlega sjaldan sem fjölmiðlamennirnir okkar standa sig vel, því er nú ver.

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.9.2009 kl. 23:38

2 identicon

Spurning hvort henni hafi þótt hagsmunir rannsóknarinnar meira virði en þetta mál, þrátt fyrir tengslin á milli bankastjórans og eins forstöðumannanna sem rannsakaðir voru.

Kannski einfaldlega skammaðist hún sín, þaðvar nú einu sinni ritstjóri blaðsins sem sagði frá, ekki hún sjálf.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, þetta er virkilega ótrúleg saga og ef rétt reynist, sorglegt fyrir okkar ólánsömu þjóð, enn eitt bananalýðveldishneykslið! og enn einn hnífurinn sem auðvaldspakkið setur í síðu okkar.

Guðmundur Júlíusson, 11.9.2009 kl. 23:57

4 identicon

Stebbi.

Það er ekkert óskiljanlegt við það. Óvíða í hinum vestræna heimi er jafn mikið um nafnlaus blogg og umræður og á Íslandi. Segir það ekki einhverja sögu? Smæð samfélagsins og ríkt eðli okkar afkomenda víkinga til að skipast til átakasveita er vatn á millu pukurs og leyndarhyggju. Því verður ekki neitað að Ísland var og kannski er enn samfélag valdsótta. Þeir sem hafa sett sig upp á móti viðkvæmum málum eða hagsmunum hafa nefnilega fengið að kenna til tevatnsins. Skemmst er að minnast lýsingar Ómars Ragnarssonar á viðbrögðum "huldumanna" við umfjöllun hans um Kárahnúka og stóriðjuframkvæmdir. Hefur einhver krafið Ómar um nánari útskýringar á þeim hótunum sem hann sagðist hafa orðið fyrir? 

En um málefni Kumbaravogs og annarra "kristilegra" betrunarstofnana skrifar Jón Valur Jensson merkilega samantekt árið 2006. Hana má finna hér .

Frásagnir Önnu Kristine, Ómars og fleiri eigum við að taka alvarlega og tryggja að skoðana eða málfrelsisofbeldi verði ekki liðið.  Lýðræði og málfrelsi eru hornsteinar heilbrigðs samfélags. Nú blasir við að brestirnir á Íslandi eru alvarlegir. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 07:39

5 identicon

Er það ekki einmitt svona sem þöggun á að virka?
Allir skíthræddir við þá sem sitja í einhverjum valdamiklum stól.

Ég get amk vel skilið af hverju það er svo mikið um nafnlausar athugasemdir á athugasemdakerfinu. Þorri landsmanna er að vinna hjá ríkinu og ef skoðanir starfsmanna fara ekki alveg saman við skoðanir yfirmanna þá verður þeim fyrrnefndu gert lífið leitt.

Bankar geta líka lokað á viðskipti við einstaklinga einn tveir og þrír og eru þá einstaklingar oft í vondum málum. Svona virkar lýðræðið og frelsið í okkar heimi.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 07:55

6 identicon

Af því að almenningsálitið er ekki lengur með hinni glæstu elítu bankalífsins? Henni fannst þetta niðurlægjandi þá og forðaðist að opinbera þetta. Enda hefði eflaust margir ekki trúað henni, það er ekki eins og hún hefði sannanir.

Ari (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband