Kemur skilnaðurinn í Krossinum okkur við?

Opinber yfirlýsing Gunnars og Ingu í Krossinum um skilnað þeirra er merkileg, enda er það ekki á hverjum degi sem hjón gefa út yfirlýsingu um að þau hafi sagt skilið hvort við annað. Er þetta ekki einkamál þeirra? Hví þarf að gefa út sérstaka yfirlýsingu um þetta? Kannski líta þau svo á að staða Gunnars leyfi ekki skilnað og þetta sé vandræðalegt mál fyrir trúarhöfðingjann með hina fornu sýn á trúarlegar áherslur og gildi hjónabandsins.

Skilnaður er að mínu mati einkamál. Allt fólk er mannlegt. Ekki er sjálfgefið að tveir einstaklingar geti búið saman og elskað hvort annað alla tíð. Skilnaður og breytingar á lífi okkar eru eðlileg þegar tveir einstaklingar geta ekki lengur búið saman. Slíkt á ekki að vera stórtíðindi. En væntanlega samrýmist skilnaður illa í huga þeirra sem lifa eftir fornu regluverki kristinnar trúar, sem hafa predikað að hjónabandið sé heilagt og því geti í raun ekki lokið.

En þetta er svosem lífsins gangur.... sama hvað trúaráherslum í Krossinum líður.

mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mat þitt á þessari fréttatilkynningu er kannski ástæðan fyrir að þú ert ekki fréttamaður.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:02

2 identicon

Nú spyr ég kannski einsog kjáni. Ef þér finnst skilnaðurinn ekki koma þér við, sem er valid sjónarmið, hvers vegna bloggarðu þá um að þér komi hann ekki við? Lætur maður það ekki afskiptalaust sem ekki kemur manni við?

Arngrí­mur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:29

3 identicon

Verður eignum Krossins skipt jafnt á milli þeirra?

S.Á. (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 07:41

4 Smámynd: Maelstrom

Þetta er alls ekki einkamál.  Maðurinn er trúarleiðtogi hóps sem predikar bókstafstrú á biblíuna. 

Ég skil ekki alveg hvernig hann ætlar að réttlæta þetta fyrir söfnuðinum. Skv. Jesú er nefnilega bara ein réttlæting á skilnaði og það er framhjáhald: Matteus 5:32 "En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór"

Gunnar getur því ekki gifst aftur nema konan hans hafi haldi framhjá honum og ekki öfugt.

Maelstrom, 15.9.2009 kl. 08:56

5 identicon

Yfirlýsing hjónanna er tekin af heimasíðu Krossins.  Þau hafa væntanlega viljað láta safnaðarmeðlimi vita af þessum breytingum.  Nú er Gunnar einn í forstöðu og hún er farin annað.

Heiðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:33

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja, þú lætur þetta allavega koma þér við..

hilmar jónsson, 15.9.2009 kl. 10:51

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst  reyndar ekkert óeðlilegt að þau gefi út þessa yfirlýsingu. Það kemur í veg fyrir vangaveltur út í bæ um eitthvað allt annað en er sannleikanum samkvæmt.

Nú, svo eru þetta auðvitað skýr skilaboð til hins fjölmenna hóps einhleypra kvenna í söfnuði Gunnars

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 10:59

8 identicon

Nákvæmlega. 

Leiðinlegt hvað það þarf samt að smjatta á óförum annarra en gleymir að það er aldrei að vita hvað lífið ber í skauti sér. 

Kristín (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:49

9 identicon

Auðvitað kemur þetta okkur við.

Stólpípu-Gunnar hefur predíkað hatur á samkynhneigðum af því það stendur í Bókinni. Og þessvegna mega þeir ekki heldur ganga í hjónaband.

En hvað með Mattheus 19:6 og Markús 10:9? Má hann semsagt velja það úr Biflíunni sem hentar hans eigin fordómum?

Maður sem tjáir sig jafn fjálglega um hjónabandsmál annara á oðinberum vettvangi  verður einnig að þola að greint sé frá hans "einkamálum"

jón (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:52

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Séra Gunnar í Krossinum hefur ekki látið neitt ljótt flakka til samkynhneigðra per se. Hann hefur flutt boðskap Guðs um vanþóknun Hans á athöfnum samkynhneigðra en jafnframt lýst því fyrir fólki að þó að Guð hafi vanþóknun á kynlífi þeirra þá elskar Guð þá á sama hátt og annað fólk. Vilji Hans er þó sá að samkynhneigðir láti af samkynhneigðum athöfnum sínum.
Séra Gunnar hefur eftir því sem mér skilst aldrei þóst vera fullkominn. Þvert á móti hef ég heyrt predikanir og þætti með honum á Omegasjónvarpinu og þar einmitt hefur hann ítrekað að hann og aðrir menn eru syndugir í eðli sínu og skortir Guðs náð og eigi að leita Drottins og sækjast eftir náð Hans.
Kristur var á móti skilnaði og sagði það berum orðum þegar Hann var spurður út í það og minnt á að Móses hefði heimilað hjónaskilnaði. Jesú sagði það hafa verið gert vegna harðúðar hjartna okkar mannanna. Kristur sagði skilnað einungis leyfilegan hafi hjónabandið frá upphafi verið ólöglegt, rangt og riftanlegt hvort eð er vegna ástæðna tilgreindar í Móselögunum svo sem eins og hafi faðir gifst dóttur sinni, móðir syni sínum, systkyni o.s.frv.
Menn skyldu biðja fyrir fólki í þeirri stöðu sem hann og kona hans eru í fremur en sparka í liggjandi fólk. Held það fari best á því. Þannig fylgjum við hinum fagra boðskap Frelsarans okkar. Boðskap ástar, friðar og fyrirgefningar .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.9.2009 kl. 01:46

11 Smámynd: Eva

Kannski að guð sé að kenna Gunnari lexíu hummm :)

Eva , 16.9.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband