Ólafur rekinn af Mogganum - Davíð ritstjóri?

Varla kemur að óvörum að Ólafur Þ. Stephensen hafi verið rekinn af ritstjórastóli Morgunblaðsins. Augljóst hafði verið um nokkuð skeið að áherslur hans og eigenda blaðsins færi ekki saman að mörgu leyti. Heiðarlegt er af yfirstjórn Árvakurs að taka á þessum málum fumlaust og ráða nýjan ritstjóra yfir blaðið.

Hávær orðrómur er um að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði ritstjóri Morgunblaðsins í kjölfarið. Talað hefur verið um það í mörg ár sem möguleika að hann tæki við blaðinu. Ekki er það ósennilegt eins og staðan er nú að hann snúi aftur, enda lipur og góður penni.

mbl.is Ólafur lætur af starfi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef þeir ráða Dabba, gerist ég aftur áskrifandi...það er alveg á hreinu !

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mogginn er sem sagt málgagn Sjálfstæðisflokksins að þínu mati...áhugavert að sjá Sjálfstæðismann viðurkenna það. Blaðið hefur reynt að sýnast óháð með misgóðum árangri en nú virðast menn æltla að breyta því í flokkssnepil.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það væri sannarlega fengur að Davíð Oddssyni í blaðamennskuna.

Ólafur var vandaður penni, en alkunnur fyrir Evrópubandalags-stuðning sinn; var það ljóður á ráði þessa annars mjög svo hæfa manns. Við sendum honum og fjölskyldu hans beztu framtíðaróskir.

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 15:39

4 identicon

Að vera ritstjóri, ólíkt því að vera seðlabankastjóri t.d er flókið og erfitt starf, menn þurfa að hafa ótrúlega þekkingu á skrifum, umbroti, ljósmyndun og mörgu öðru.

Það þarf meira til heldur en að vera góður penni.

Friðrik Tryggvason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sennilega langbezti kosturinn fyrir Moggann í stöðunni.  Spurningin er hinsvegar hvort Davíð vilji taka þetta að sér.

Ef ég mætti velja vildi ég heldur sjá hann í stól forsætisráðherra.  En að gerast ritstjóri Moggans er góður stökkpallur fyrir hann, sem vonandi veit á glæsilega endurkomu í stjórnmálin  !!!

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2009 kl. 16:03

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ætli sé ekki orðin meiri þörf fyrir Davíð í Stjórnarráðið, það þarf að hreinsa til þar og víðar í stjórnkerfinu s.s. í Seðlabankanum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.9.2009 kl. 16:19

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það væri mér að skapi að Davíð tæki við.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.9.2009 kl. 16:40

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

úff

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.9.2009 kl. 19:28

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er tvennt sem hefði kosti með sér að Davíð settist að í stól Forsætisráðherra. Hann kann að taka ákvarðanir og fjölmiðlar þora að gagnrýna hann, annað en á við um störf Heilagrar Jóhönnu... hvað var það aftur sem hún á að hafa gert svona mikið fyrir lítilmagnann...man það ekki. Frábært væri ef einhver man eftir einhverju handföstu... því ekki man ég eftir neinu.

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég er viss um að Davíð hefur engan áhuga á þessu starfi, í ljósi þess að Bjarni Ben nýtur ekki mikils trausts innan síns flokks, held ég að hann (Davíð) hljóti að vilja aftur í forystuhlutverk og ekkert annað!

Guðmundur Júlíusson, 19.9.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband