Atlaga vinstriaflanna að heimilunum í landinu

Vinstristjórnin sýnir sitt innra eðli og ráðleysi með því að auka álögur á íslenskan almenning gríðarlega á næstu vikum. Þvílíkt kjaftshögg framan í fólkið í landinu. Þetta veikir stöðu almennings og ekki óvarlegt að álíta að þeir Íslendingar sem eru ekki fastir í skuldafangelsi fari hreinlega að flýja land.

Fjölmargir sitja svo eftir í fangelsi heima hjá sér skuldum hlaðin og í fjötrum ástandsins. Þvílík framtíðarsýn í boði vinstriaflanna í landinu. Þetta eykur aðeins vanda fólksins í landinu og sligar heimilin, sem nógu illa voru stödd fyrir og í raun alveg á bjargbrúninni.

Þetta eru ekta vinstrisinnaðar lausnir, fyrst og fremst skólabókardæmi um hversu veruleikafirrt liðið er sem treyst var fyrir þjóðarskútunni. Gremja almennings er auðvitað mikil. Sumir töldu virkilega að vinstriöflin myndu bjarga heimilunum í landinu.

Ekki furða að varla var stafkrókur í stjórnarsáttmálanum um heimilin í landinu og aðgerðir til lausnar vandanum. Eina úrræðið er að auka vandann um allan helming. Þvílík vinnubrögð.

Nú sjáum við í raun hvað ríkisstjórnin meinti með skjaldborginni. Það voru auðvitað bara orðin tóm; frasi í kosningabaráttu og á fjölprentuð kosningaspjöld.

mbl.is Miklar skattahækkanir í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Stefán.  Þetta er allt satt og rétt, lausnarpakki þessarar ríkisstjórnar er ekki beint hvetjandi en það var viðskilnaður hrunstjórnarinnar ekki heldur.  Útleiðin núna er utanþingsstjórn og gjarna mættu vera í henni útlendingar eins og Stieglitz og Joly.

lydur arnason (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 01:28

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað sagði aftur Steingrímur og aðrir í Vinstri Grænum fyrir síðustu kosningar þegar talið barst að sköttum? væri vert að rifja það aðeins upp.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 08:15

3 identicon

Ehem, eru allir virkilega búnir að gleyma því af hverju við erum í þessari stöðu? Og hver kom okkur þangað? Við íslendingar erum algjörlega rúnir trausti og mannorði, skítblankir og skuldugir þökk sé Sjálfstæðismönnum og Framsókn að mestu, þeir sem slepptu víkingunum út með óútfyllta tékka með þjóðina sem ábyrgðarmenn. Alveg sama hvað menn láta sig dreyma um 2007 lúxusin þá féll gleðivixillin á okkur, og við sjáum ekki sólina fyrir skuldum næstu árin.Sama hvað við gerum og hvernig sem við förum að því þá verður þetta sárt, mjög sárt.

Ég treysti ekki Sjálfstæði og Framsókn fyrir minni framtíð aftur, þeir skitu í rjómann.

Jón Elíasson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 11:31

4 identicon

Enn og aftur er verið að hagræða orsök og afleiðingu málstað sínum til framdráttar.

Ríkið er gríðarlega útblásið hér á landi eftir hægristjórnir undanfarinna ára, og var sá vöxtur fjármagnaður af fjármagnsbólunni, sem nú er sprungin. Skattstofnarnir sem þetta gríðarlega bákn var reist á eru hrundir. Þá er tvennt í stöðunni, skera niður í ríkisrekstri og finna nýjar leiðir til tekjuöflunnar.

Gagnrýnin ætti að beinast að útþenslu ríkisins á góðæristímum, sem er þveröfugt við kenningar Keynes, en ekki að aðgerðunum til að bjarga því sem hægt er að bjarga. En ekki hentar það málstað SjálfstæðisFLokksins-group, og er gerð tilraun til að endurskrifa söguna sér í hag og reynt að klína eins miklu og hægt er á vondu vinstristjórnina.

JS (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi... þú ert ótrúlegur..  Þú veist vel að hvaða stjórnvald sem hér er við völd þarf að ráðast í gríðarlega erfiðar aðgerðir... og þessar aðgerðir eru til komnar vegna óstjórnar Sjálfstæðisflokksins í efnhagsmálum í tuttugu ár og einkavinavæðingar þar sem tómum bjánum var gefið veiðleyfi á þjóðina og efnahagslífið.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband