Síðustu klukkustundir Saddams

Saddam Hussein Opinber staðfesting liggur nú fyrir frá Bagdad um að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, verði tekinn af lífi í nótt. Aftaka Saddams fer fram um þrjúleytið að íslenskum tíma í nótt, eða innan þriggja tíma. Það er því ekki hægt að segja annað en að klukkustundirnar nú séu örlagaríkar í lífi Saddams. Það er því komið að leiðarlokum á litríku æviskeiði þessa 69 ára gamla fyrrum einræðisherra Íraks.

Ég held að það hafi fyrst verið á árinu 1990 sem ég man virkilega eftir að hafa heyrt af Saddam Hussein. Einhvernveginn var ég ekki sá mikli stjórnmálaáhugamaður fyrir þann tíma að muna vel eftir átökum Íraks og Írans á árunum 1980-1988 að einhverju ráði. En ég man vel eftir deginum þegar að Írakar réðust inn í Kuwait og þeim miklu átökum sem eftir því fylgdi. Bandamenn og SÞ settu Írökum þá kosti að fara þaðan fyrir vissan tíma í janúar 1991. Svo fór ekki.

Persaflóastríðið varð væntanlega fyrsta sjónvarpsstríðið, ef má orða það því nafni. Það stríð var háð í beinni útsendingu vestrænna sjónvarpsstöðva og varð ljóslifandi í hugum þeirra sem horfðu á fréttir á þessum tíma af meiri þunga en fyrri stríð þó vissulega hafi þó verið áberandi í fréttaumfjöllun. Svipmyndir af því stríði eru mér enn mjög eftirminnilegar. Það voru átakatímar og örlagaríkar svipmyndir janúar- og febrúarmánaðar 1991 frá Persaflóa mörkuðu stór skref í sjónvarpssögu seinni hluta 20. aldarinnar í fréttamennsku. Lifandi stríð í lifandi framsetningu með áberandi hætti. CNN varð miðpunktur þeirrar umfjöllunar.

Saddam sat áfram við völd eftir Persaflóastríðið. Sumir töldu að Bandamenn myndu fara alla leið að markmiði sínu. Svo fór ekki. Mörgum var það vonbrigði. 12 árum síðar lét ríkisstjórn George W. Bush, sonur Bandaríkjaforsetans á dögum Persaflóastríðsins táknræna, til skarar skríða á öðrum forsendum. Að þessu sinni varð markmiðið skýrt og skotmarkið ennfremur. Stjórn Saddams og Baath-flokksins féll á innan við hálfum mánuði. Saddam og lykilráðgjafar hans komust undan. Einn af öðrum náðust þeir fyrir árslok 2003. Í desember 2003 var Saddam sjálfur dreginn upp úr holu við sveitabæ, fúlskeggjaður og eymdarlegur.

Þrem árum síðar, eftir söguleg réttarhöld og sviptingarsöm ummæli í réttarsal, er komið að leiðarlokunum. Það eru örlagaríkir dagar framundan við Persaflóa. Það blasir við öllum. Dauði Saddams Husseins í gálga í Írak á þessum næstsíðasta degi ársins markar þáttaskil.

mbl.is Segir Saddam verða tekinn af lífi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband