Jóhanna lætur loks í sér heyra á alþjóðavettvangi

Loksins er lífsmark með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á alþjóðavettvangi. Af hverju var hún ekki fyrir löngu búin að láta í sér heyra í erlendum fjölmiðlum og gagnrýna framkomu tuddans Gordons Browns við Ísland. Reyndar er rannsóknarefni af hverju íslenskir ráðherrar hafa ekki þorað að tala svona hreint út um bresk stjórnvöld áður. Kannski bara hreinlega aumingjaskapur?

Það tók heilt ár að tjá sig á mannamáli um þessa ömurlegu framkomu Breta - sama á hverju hefur dunið hefur þögnin verið eina vörn lélegra stjórnvalda á Íslandi. Ári eftir setningu hryðjuverkalaganna heyrist eitthvað. Ætli Jóhanna sé búin að átta sig á því að fólkið í landinu nennir ekki að styðja þá lengur sem halda kjafti þegar ráðist er að Íslandi.

Eflaust átta Jóhanna og ráðgjafar hennar sig á því að betra er að segja eitthvað en ekki neitt, sérstaklega þegar stórmál eru undir. Seint og um síðir hefur sú staðreynd komist til Jóhönnu í gegnum herráðið hennar.

mbl.is Jóhanna gagnrýnir Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband