Vanvirðing við Alþingi

Niðurstaðan í Icesave-málinu er algjör vanvirðing vinstristjórnarinnar við Alþingi: algjör eftirgjöf og ósigur Íslands. Ekki aðeins þurfa Íslendingar að taka á sig auknar byrðar heldur er þingræðið algjörlega beygt. Í sumar tók þingið af skarið og setti fyrirvara sem styrktu stöðu Íslands í málinu.

Í stað þess að láta þingræðið eiga lokaorðið af hálfu Íslands gefa vinstriflokkarnir eftir og semja af sér það sem þingið sagði. Þetta er ein mesta niðurlæging Alþingis í stjórnmálasögu Íslands.

Vel við hæfi að kynna þetta í skjóli nætur... þetta eru algjör myrkraverk.

mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hægriflokkurinn sem stjórnaði í tuttugu ár leiddi yfir okkur eitthvað sem slagaði nálægt þjóðargjaldþroti. Öll sú saga einkennist af ólýðræðislegum vinnubrögðum. Sala bankana, innrásin í Írak og svo framvegis. Það er brýnt að kenna þessum kumpánum meiri hógværð.

Það er með ólíkindum þegar Bjarni formaður ykkar slær sér á bringu núna og talar um að það sé auðvelt að komast út úr kreppunni. Vonast þá væntanlega eftir því að koma neyslufylleríuni aftur í gang. Ný álver og einkavæðing, viðskiptahalli og ofmetin króna.

Það lá alltaf fyrir að Bretar og Hollendingar ættu eftir að taka afstöðu til fyrirvara Alþingis. Þetta er mjög ásættanlegt miðað við þá vegferð sem að Geir Haarde og Árni Matt vöru búnir að skrifa upp á í samningsdrögum síðasta vetur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.10.2009 kl. 04:33

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, annað eins hefur ekki sést síðan í janúar og síðustu 16 ár þar á undan. Sveiattan!

Ég samhryggist þér að seinasta vonin, vinstriflokkarnir, gátu ekki skeint þjóðinni eftir að Sjálfstæðisflokkurinn skeit henni upp á bak. Það er bara svo mikið magn að enn streymir úr.

Hélt einhver að Bretar og Hollendingar gengju að þessu dæmi? Ég ætla rétt að vona að allir sem einn hafi verið að undirbúa þessar málalyktir. Í alvöru, hvernig dettur þér í hug að þeir ákveði sísvona að gefa eftir 300 milljarða sem þeir geta þvingað út úr þjóðinni með kverkataki sínu á AGS og þjóðum heims almennt? Alger brandari.

Um morgun í ensku sloti: "Heyrðu Gordon, Íslendingar samþykktu að borga okkar fólki ekki það sem tapaðist."

"Nú? Jæja þá, alþingi þeirra á óaðfinnanlegan lagasetningaferil síðustu áratugina. Þeir njóta trausts og virðingar eftir valdatíð Dabba kóngs og frammarana. Við skulum barasta sleppa þeim með þetta. Alþingi Íslendinga sem með réttu skal vera í eign Sjálfstæðisflokksins, ræður heimsbyggðinni þegar allt kemur til alls."

...og svo vaknar Stefán.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.10.2009 kl. 06:26

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heyr, heyr!!

Það fólk sem nú hefur tekið þjóðina með valdi mun hverfa af blöðum sögunnar með skömm og jafnvel taka þjóðina með sér í fallinu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.10.2009 kl. 06:56

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Stefán. Les oftast pistla þína þegar ég fer inn á bloggið, yfirleitt ánægður með þá. En mér finnst að þú sem og fleiri sem skrifa að staðaldri um pólitík ættuð að fara að átta ykkur á því. Niðurlæging þingsins er orðin eins mikil og hún getur orðð,og er þar engum einum um að kenna. Þingmenn allra flokka eiga sinn þátt í þeirri niðurlægingu sem þingið sætir. Og því miður hafa atburðir síðustu misserin rennt sterkara stoðum undir þá skoðun. Þessi jarmandi sauðahjörð við Austurvöll virðist ekkert hafa lært af þessum atburðum, það er ekki verið að gera neitt annað þar en þingið hefur gert í áratugi sameinast um að vernda "peningamennina". Þar standa flokkarnir saman sem ein heild og einn flokkur. Og lofa öllu fögru í stjórnarandstöðu sem gufar svo upp um leið og vadið er fengið

Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.10.2009 kl. 09:09

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er alveg hrikalegt og ótrúleg vinnubrögð vinstristjórnarinnar - SVIK VIÐ ÍSLENSKA ÞJÓÐ - Alþingi haft að engu  -

Óðinn Þórisson, 18.10.2009 kl. 09:39

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert svo klár Stebbi.. en ég samt meira en efast um að þú hafir nokkurntíman skilið málið... þetta er bara pólitísk Valhallarafstaða sem þú setur fram. 

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2009 kl. 10:25

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun!  Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar.  Guð blessi alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband