Sjálfstæðisflokkurinn nær lykilstöðu á ný

Ekki kemur að óvörum að staða Sjálfstæðisflokksins styrkist mánuð eftir mánuð. Tiltrúin á vinstristjórninni og verkum hennar minnar stöðugt. Fólkið í landinu hefur áttað sig á því að vinstrið hefur engar lausnir á vandanum og stendur ekki undir því að vinna verkin.

Óánægja þeirra sem kusu vinstriflokkanna í vor leiðir til þess að þeir vilja treysta Sjálfstæðisflokknum til verka. Horft er til Sjálfstæðisflokksins sem forystuafls að nýju. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum sem vildu taka áhættuna á vinstrisveiflu.

Í sjálfu sér eru þetta engin stórtíðindi. Ávallt þegar vinstristjórn hefur tekið við völdum hefur liðið skammur tími þar til hún missir allt úr höndum eða fólkið í landinu áttar sig á því að það á völ á betri valkosti.

Hálfu ári eftir alþingiskosningar er Sjálfstæðisflokkurinn að ná lykilstöðu sinni að nýju, bæði í umræðunni og í pólitískum átökum. Vinstristjórnin veikist dag frá degi.

Svona er staðan. Óánægjan með vinstrið leiðir til þess að kjósendur vilja annan valkost. Allir sjá hver hann er.

mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband