Hugrökk yfirlýsing hjá Lilju Mósesdóttur

Lilja Mósesdóttir var heiðarleg og einlæg í Silfrinu í dag þegar hún sagði hreint út að sannfæringu sinnar vegna gæti hún ekki stutt Icesave. Hugrökk og traust yfirlýsing. Mér finnst Lilja hafa styrkst mikið við að þora að fara gegn valdi stjórnarparsins og láta skynsemina og samviskuna ráða för. Þingmenn eiga ekki að selja sannfæringuna fyrir völdin, eins og svo margir hafa gert.

Lilja gerir þetta með miklum sóma. Þeir sem hafa verið andvígir því að taka Icesave á sig hljóta að líta á Lilju sem hetju fyrir að þora að tala hreint út. Þessi yfirlýsing var afdráttarlaus, einkum hvað varðaði að hún ætlar ekki að láta valta yfir sig. Svo verður að ráðast hvort meirihluti er til staðar, reyndar hefur hann aldrei verið algjör í þessu lykilmáli og stjórnin því völt í sessi.

Yfirlýsing Lilju veikir enn frekar þessa vinstristjórn, sem hefur aldrei sérstaklega traust verið. Ekki kemur að óvörum að stór hluti þjóðarinnar efist í könnun um að hún lifi kjörtímabilið af. Vinstristjórnir hafa ekki beinlínis verið vænlegar til árangurs í Íslandssögunni.

Lilja sló reyndar tvær flugur í einu höggi í dag, bæði Icesave og Jóhönnu, en það mátti skynja mikla undirliggjandi reiði hennar í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og mátti skilja sem svo að þar sé margt geymt en ekki gleymt eftir átök síðustu vikna.

mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá ekki Silfrið en er ánægð með þetta sjálfstæði Lilju.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:39

2 identicon

Stoltur af stelpunni,það sama er ekki hægt að segja um restina af svikapakkinu í Vinstri snú snú.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Lilja Mósesdóttir þingkona vg þorir að hafa sjálfstæða skoðun ÓLÍKT þingmönnum Samfylkingarinnar -

Óðinn Þórisson, 1.11.2009 kl. 17:04

4 identicon

Stebbi, þú ert nú frekar tæpur tappi að ráðast á vinstristjórnina og segja hana ekki vænlega til árangurs.  Þinn flokkur ber ábyrgð á gjaldþroti þjóðarinnar og það sem stjórnarflokkarnir eru að reyna að gera, er að bjarga því sem bjargað verður.  Vertu svona barnalegur.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:41

5 identicon

Rangt. Veikur málflutningur Lilju. Hún kemur ekki með neitt annað í staðinn. Vill Lilja semsagt annað hrun?
Það verður litið á þetta utanlands sem greiðsluþrot rétt eins og í hruni bankanna haustið 2008, lánalínur stöðvast og gengið mun hrynja (enn frekar! Eins ótrúlegt og það verður)
Því miður verður að samþykkja icesave. Því að hinn valkosturinn er annað hrun hagkerfisins. Leiðinlegt að mörg ykkar áttið ykkur ekki á þessu heldur vaðið áfram í nafni þjóðrembu og réttlætis (auðvitað er ekki réttlátt að borga þetta finnst okkur... en hins vegar er það ekki raunverulegur valkostur)

Ari (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Það er ekki hægt að sitja þegjandi yfir ruglinu í þér Ólafur Sveinn. Ég gagnrýndi margoft ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir hrun og hef verið algjörlega ófeiminn við að gagnrýna þá sem leiddu mál innan Sjálfstæðisflokksins fyrir hrunið. Get ekki séð að ég hafi verið að verja það, frekar kallað eftir uppstokkun forystunnar og tekið verði til.

Þetta rugl í þér heldur ekki vatni og ég afþakka það pent!

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.11.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband