Andríki og Andri Snær hljóta frelsisverðlaun SUS

Andri Snær og Andríki Andri Snær Magnason, rithöfundur, og Andríki, sem hefur í rúman áratug haldið úti vefsíðunni Vef-Þjóðviljinn, hlutu í kvöld frelsisverðlaun okkar hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem afhent eru í nafni Kjartans Gunnarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Verðlaunin voru afhent í kvöld í fyrsta skipti en til þeirra var stofnað undir lok síðasta árs af okkur í stjórn SUS.

Andríki hefur með mikilli elju og áberandi dugnaði haldið úti þessari einni öflugustu og bestu pólitísku vefsíðu landsins. Hún hefur verið öflugur málsvari frelsisins og táknmynd þess sem við hægrimenn metum mest í raun. Það er svo sannarlega viðeigandi að útgáfufélag síðunnar sé heiðrað fyrir sitt framlag í þetta fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt. Persónulega hef ég lesið síðuna allt frá fyrsta degi og met mjög mikils það sem þar hefur verið birt og tel hana eina af allra bestu vefsíðum hægrimanna í dag, og alla tíð frá netvæðingunni fyrir rúmum áratug.

Andri Snær Magnason, rithöfundur, hefur vakið athygli fyrir tjáningu sína í umhverfismálum, sérstaklega með bók sinni, Draumalandinu, sem varð metsölubók á síðasta ári og er nú tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sjálfur er ég hlynntur virkjunarframkvæmdum á Austurlandi og tel að þar hafi réttar ákvarðanir verið teknar. Þrátt fyrir það vil ég kynna mér skoðanir annarra, enda er það lykilgrunnur frelsisins að allir geti tjáð skoðanir sínar og jafnvel andstöðu við mál. Andri Snær hefur gert það með sínum hætti. Hann flutti fyrirlestur á málefnaþingi SUS í október, er helgað var umhverfismálum, sem mér fannst frumlegur og góður.

Ég tel það mikið gleðiefni að við í stjórn SUS höfum stofnað þessi verðlaun og hér eftir verða þau árlegur viðburður. Það er mikilvægt að heiðra sérstaklega framlag Kjartans Gunnarssonar í nafni flokksins, en fáir hafa verið öflugri við að vinna fyrir flokkinn og vinna honum ómetanlegt gagn í áratugi, og minna á það sem vel hefur verið gert og með athyglisverðum hætti í gegnum tíðina. Þessi verðlaun eru mikilvæg í því skyni og ég fagna því hversu mikla athygli þau hafa hlotið síðustu dagana, frá opinberri tilkynningu okkar í ritstjórn og stjórn SUS um málið.

Ég hef sem ritstjóri heimasíðu SUS fengið fjölda tölvupósta um málið nú á fyrstu dögum ársins og fagna því að með verkum okkar ungliðanna sé fylgst jafnvel og raun ber vitni. Þessi verðlaun munu verða öflugur hluti starfs okkar vonandi á næstu árum og athyglisverður vettvangur þess að við minnum vel á stöðu frelsisins.

mbl.is Andríki og Andri Snær Magnason hlutu frelsisverðlaun SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Já þetta eru flott verðlaun, frábært framtak.

TómasHa, 5.1.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála siðasta ræðumanni

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 23:45

3 identicon

 

Gat maðurinn ekki bara lokið sínum störfum, án minnisvarða?

Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 08:07

4 identicon

Nei, nú gengur maður úr flokknum!

Friðrik Vilhelmsson og Valur Traustason (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Merkilegt innlegg Þrymur. Það skyldi já aldrei verða að bókin verði blátt kver og hann endi sem frjálshyggjumaður á lista Sjálfstæðisflokksins seinna meir. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.1.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband