Engin pólitísk forysta fyrir ESB-aðildarumsókn

Raunalegt er að fylgjast með ríkisstjórninni í málum tengdum ESB-aðildarumsókn Íslands. Engin pólitísk forysta er til staðar við að leiða umsóknina og óeining stjórnarflokkanna öllum ljós. Jón Bjarnason gerir gott í því að tala hreint út, fræða útlendinga um að íslenska þjóðin er andvíg aðild í auknu mæli og ríkisstjórnin sé sundruð við að leiða málið.

Þetta eru staðreyndir sem eru orðnar vel kunnar á heimavelli en eru sífellt betur að ná eyrum Brusselvaldsins. Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson hafa í ferðalögum sínum að undanförnu staðfest vel hversu umdeild aðildarumsóknin er. Eðlilegt er að þeir sem eiga að halda utan um ferlið velti fyrir sér hvort sé pólitískt kapítal á bakvið hana.

Óðagot Össurar hefur reyndar vakið spurningar um trúverðugleika hans sem utanríkisráðherra. Æ betur sést hversu Samfylkingin hefur veika stöðu með umsóknina. Þeim tókst að koma henni í gegn en virðast strandaðir í ferlinu. Nú hefur viðræðum verið seinkað. Ekkert gerist fyrr en í fyrsta lagi í mars og alls óvíst hversu hratt verði farið.

Raunalegt verður það fyrir Samfylkinguna ef málið verður varla komið á rekspöl á ársafmæli umsóknarinnar í júlí 2010. En svona fer oft fyrir þeim sem ætla að flýta sér of mikið og hafa ekki hugsað fleiri en einn leik í stöðunni.

mbl.is Betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband