Bleikar áherslur í bćjarmálunum á Akureyri

Sigrún Björk og Kristján Ţór Sigrún Björk Jakobsdóttir, bćjarstjóri, tekur til starfa í Ráđhúsinu hér á Akureyri sem tákn nýrra tíma í bćjarstjóraembćttinu. Hún er fyrsta konan sem stýrir Akureyrarbć og ennfremur međ mýkri áherslur og bakgrunn í ljósi ţess. Spyrja má sig hvort ađ bleikar áherslur verđi meira áberandi viđ stjórn bćjarins í ljósi ţess ađ hún verđur nú eina konan sem stýrir einu af fimm stćrstu sveitarfélögum landsins.

Fáum hefđi vćntanlega órađ fyrir ţví er Sigrún Björk tók sćti í bćjarstjórn fyrir fimm árum ađ hún yrđi eftirmađur Kristjáns Ţórs Júlíussonar á bćjarstjórastóli, er hann hćttir eftir tćpan áratug, nokkuđ litríkt tímabil vissulega. Ţađ er gott mál ađ mínu mati ađ kona stýri nú bćnum. Ţađ er ánćgjulegt ađ upplifa ađra tíma, sem ţví munu eflaust fylgja, í forystu bćjarins. Ég er ţess fullviss ađ Sigrún Björk muni verđa öflugur og góđur bćjarstjóri sem ţorir ađ gera hlutina međ afgerandi hćtti. Hún er týpan sem viđ ţurfum á ađ halda.

Ég er mjög ánćgđur međ ţessar breytingar og tel ţćr styrkja Sjálfstćđisflokkinn á Akureyri á komandi árum. Flokkurinn fćr ferskari og ađra ásýnd međ Sigrúnu Björk sem bćjarstjóra. Ţađ er enda fyrir löngu kominn tími til ađ kona taki viđ embćttinu. Níu forverar Sigrúnar Bjarkar eru mjög ólíkir karakterar og misterkir á bćjarstjórastóli. Lengst af var bćjarstjóraembćttiđ hér embćttismannastađa. Frá árinu 1994 hefur bćjarstjórinn veriđ um leiđ stjórnmálamađur međ sćti í bćjarstjórn Akureyrar. Fagna ég ţví, enda hef ég alltaf veriđ ţeirrar skođunar ađ einstaklingur međ umbođ bćjarbúa eigi ađ gegna embćttinu. Jakob, Kristján Ţór og Sigrún Björk hafa öll ţann bakgrunn.

Allra augu hljóta nú ađ beinast ađ ţví hvernig ađ meirihluta Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar muni ganga nćstu ţrjú árin, fram til nćstu kosninga. Sumt hefur gengiđ vel hjá ţessum meirihluta, annađ veriđ gloppótt og vandrćđalegt. Helgast ţađ sumpart af ţví ađ Sigrún Björk bćjarstjóri og forveri hennar eru einu bćjarfulltrúar meirihlutans sem áttu sćti í bćjarstjórn fyrir síđustu kosningar. Stađa mála mun velta nú á leiđtogum meirihlutans, Sigrúnu Björk bćjarstjóra og Hermanni Jóni formanni bćjarráđs, sem áćtlađ er ađ verđi bćjarstjóri í júní 2009.

Ţrír bćjarstjórar verđa á Akureyri út kjörtímabiliđ starfi meirihlutinn ţann tíma og ef marka má málefnasamning flokkanna. Ţađ verđa ţví ađrir tímar hér á nćstunni en var á níu ára öflugum bćjarstjóraferli Kristjáns Ţórs Júlíussonar. Nú ţegar ađ hann yfirgefur forystuhlutverkiđ í Ráđhúsinu beinast ţví allra augu ađ ţeim sem taka viđ og sérstaklega konu bleiku áherslnanna sem tekur nú viđ keflinu af Kristjáni Ţór.

Ég vona ađ hún setji mark á embćttiđ og verđi sá sterki og öflugi leiđtogi sem markar grunn ađ góđum sigri Sjálfstćđisflokksins hér áriđ 2010. Međ nýjum tímum koma alltaf ný og öflug tćkifćri. Ţau ţarf ađ nýta. Söguleg innkoma fyrsta kvenkyns bćjarstjórans hlýtur ţví ađ verđa Sjálfstćđisflokknum heilladrjúg.

(áđur birt á akureyri.net 9. janúar 2007)

mbl.is Sigrún Björk Jakobsdóttir bćjarstjóri Akureyrar fyrst kvenna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband