Svartur dagur í sögu þjóðarinnar

Þetta er svartur dagur í sögu þjóðarinnar - samþykkt Icesave-frumvarpsins er dapurleg endalok á sorglegu ferli þar sem ríkisstjórnin hefur haldið illa á málum og ekki verið vandanum vaxin, unnið gegn hagsmunum Íslands og samið herfilega af sér. Atkvæði féllu samt nokkuð í takt við atkvæðagreiðslu í annarri umferð og fátt sem kemur mjög að óvörum, umfram það hversu aum rök margra þingmanna voru fyrir samþykkt þessa lélega samnings sem Svavar Gestsson klúðraði svo gríðarlega fyrir íslensku þjóðina.

Helstu vonbrigðin eru þau að Ásmundur Einar Daðason hafi ekki þorað að kjósa gegn Icesave. Tilraunir hans til að koma með eitthvað statement á móti samþykktinni voru máttlausar og vandræðalegar. Miklu heiðarlegra er að menn taki afstöðu og berjist fyrir hana með kjafti og kló frekar en spila sig svo vitlausan að vera handbendi annarra, vera að kjósa til að hafa aðra góða við sig. Ásmundur Einar tók þennan valkostinn og kom vægast sagt illa út.

Mér finnst það varla boðlegt að hann sem formaður Heimssýnar taki þessa afstöðu. Þetta er máttvana tilraun til að hafa alla góða og dæmd til að mistakast. Ég hef ekki hug á að styðja Heimssýn eða vera félagsmaður þar meðan hann gegnir þar formennsku og hyggst segja mig úr þeim félagsskap. Þegar formaðurinn er svo máttlaus sem raun ber vitni er ekki boðlegt að skrifa undir leiðsögn hans. Heimssýn á skilið betri formann.

Ólafur Ragnar Grímsson fær nú Icesave-málið sent til Bessastaða, væntanlega með hraðpósti Jóhönnu og Steingríms strax í fyrramálið. Hef ekki mikla trú á að hann sé sjálfum sér samkvæmur og muni það sem hann sagði árið 2004 um fjölmiðlalögin, tel að hann verði þægur sem hundur í bandi vinstriflokkanna. Þetta er tækifærissinnað skoffín, ferðafélagi útrásarvíkinganna sem kann ekki að skammast sín.

En þetta er svartur dagur, en kannski verður morgundagurinn sorglegri þegar eins prósents sameiningartáknið reynir að réttlæta sinnaskiptin frá því þegar hann reddaði félögum sínum í einkaþotunum sigri í deilu sem hefði getað bjargað fjölmiðlum landsins undan oki auðmannanna sem lögðu landið í rúst.

En þið sem sitjið heima ósátt eigið samt ekki að sætta ykkur við orðinn hlut. Farið á indefence.is og skrifið undir gegn Icesave. Þar hafa 40.000 skrifað undir, nokkur þúsund á þessum svarta degi. Sendum útrásarforsetanum, sameiningartákni auðmannanna sem lögðu landið í rúst, sterk skilaboð!

mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband