Mun forsetinn færa þjóðinni beinna lýðræði?

Athöfn á Bessastöðun (mynd: Ómar Ragnarsson)
Athöfn Indefence-samtakanna á Bessastöðum í morgun var mjög vel heppnuð og vel skipulögð. Þetta var virðuleg athöfn sem hæfði tilefninu, þegar forseta Íslands voru afhentar undirskriftir fjórðungs kosningabærra Íslendinga - áskorun um beint lýðræði.

Söguleg stund vissulega, enda fékk forseti helmingi fleiri undirskriftir en í fjölmiðlamálinu. Ekki þarf að efast um vilja þjóðarinnar í þessum efnum, áskorunin ber þess merki að þjóðin vill beinna lýðræði í verki, ekki bara í orði.

Ólafur Ragnar Grímsson er eflaust hugsi, enda hefur hann sjálfur sett viðmiðin sem kallað er eftir. Hann breytti forsetaembættinu með því að virkja 26. greinina árið 2004 og hefur breytt sögulegu hlutverki embættisins.

Hann hefur sjálfur gert það kleift að horft er til forsetans á Bessastöðum sem mannsins sem getur veitt þjóðinni réttinn til að kjósa um eitt stærsta mál síðustu áratuga. Vinstrimönnum svíður það greinilega mjög nú.

En þetta er stærra mál en egó nokkurra stjórnmálamanna. Þarna talar þjóðin, ekki verður með góðu hundsaður vilji fjórðungs Íslendinga á kosningaaldri. Forseti sem hlustar ekki á þjóðina er rúinn trausti hennar.


mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband