Ásmundur, Lilja og Ögmundur skora á forsetann

Mér skilst að Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson hafi skrifað sig á undirskriftasöfnun Indefence og skorað á forseta Íslands að senda Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lilja og Ögmundur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu á meðan Ásmundur greiddi atkvæði gegn því en studdi kosningu um þjóðaratkvæðagreiðslu í þinginu. Ekki þurfti að leita lengi að þingmönnunum sem skora á forsetann, enda er þá ekki að finna í Samfylkingunni.

Eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson tekur sér lengri frest því meir minnka líkurnar á því að hann skrifi undir. Allt tal stjórnarparsins Jóhönnu og Steingríms um að forseti hafi oft áður tekið sér frest til að taka afstöðu til lagafrumvarpa sem fyrir hann hafa verið lögð er algjört rugl. Man ekki betur en það hafi aðeins gerst einu sinni í seinni tíð: þegar Vigdís Finnbogadóttir fékk lög frá þinginu til að stöðva flugfreyjuverkfallið 1985. Þá beið hún dagpart og ætlaði allt að fara af límingunum.

Mér fannst Jóhanna og Steingrímur óvenju þolinmóð á gamlársdag þegar forsetinn tók ekki afstöðu til laganna á ríkisráðsfundi með alla ráðherrana í kringum sig. Það var merkileg stund og á sér engin fordæmi í tíð forsetaembættisins. Enda ætluðust ráðherrarnir til að forsetinn skrifaði strax undir. Ekki hefði verið haft fyrir þessum flýti á lagasetningunni og að prenta út öll skjöl fyrir fundinn nema til að tryggja að hann myndi skrifa undir með hraði. En það gerði hann ekki.

Ergja og óánægja vinstrimanna er að verða nokkur þrátt fyrir rólegheit stjórnarparsins á gamlársdag. Björn Valur Gíslason er sendur út af örkinni til að senda skilaboðin frá Steingrími J. og flokkselítunni í vinstri grænum á meðan stjórnmálafræðiprófessor Samfylkingarinnar segir að forsetinn verði vinalaus skrifi hann ekki undir. Pólitíska pressan er skiljanleg, enda er þessi ríkisstjórn fokin út í veður og vind skrifi Ólafur Ragnar ekki undir.

Öllu púðri og pólitísku kapítali vinstristjórnarinnar hefur verið varið í þetta eina mál og það virðist eina málið sem hennar verður minnst fyrir.

mbl.is 4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband