Spennandi prófkjör

Get ekki betur séð en það stefni í líflegt og spennandi prófkjör hjá okkur sjálfstæðismönnum á Akureyri í næsta mánuði. Sigrún Björk er óumdeildur leiðtogi flokksins í væntanlegum kosningum en mestu átökin verða um annað sætið, en hið minnsta fimm frambjóðendur munu berjast um það sæti.

Mikil uppstokkun verður á framboðslistanum, en tveir bæjarfulltrúar kjörnir 2006 fara ekki aftur í framboð og af tíu efstu á framboðslistanum 2006 eru aðeins þrír í prófkjörinu. Þetta prófkjör markast því fyrst og fremst af uppstokkun á forystusveit flokksins.

Líst mjög vel á að fá Björn Ingimarsson, hagfræðing, í bæinn og tel hann sterkasta karlframbjóðandann í þessu prófkjöri, að öðrum ólöstuðum, enda hefur hann mikla reynslu og þekkingu eftir margra ára störf sem sveitarstjóri fyrir austan.

Þarna eru líka öflugar konur á borð við Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem stóð sig vel í prófkjöri fyrir síðustu þingkosningar, Elínu Margréti Hallgrímsdóttur, sem hefur setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár, og Huld Ringsted sem kemur fersk inn.

Óska öllum frambjóðendum velfarnaðar í þeim átökum sem eru framundan. Það er mikið verkefni að vera í prófkjöri og í mörg horn að líta. En fyrst og fremst virðist þetta prófkjör um annað sætið. Örlög annarra ráðast af þeirri niðurstöðu.

mbl.is Þrettán bjóða sig fram á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband