Þórhallur Gunnarsson segir upp hjá RÚV

Brotthvarf Þórhalls Gunnarssonar frá Ríkisútvarpinu eru mikil tíðindi. Hann hefur verið áberandi sem ritstjóri Kastljóssins frá upphafi í því formi sem þátturinn er nú og sem dagskrárstjóri frá því stofnunin var hlutafélagavædd. Hann hefur verið nánasti samstarfsmaður Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, og hlýtur ákvörðunin að vera mikið áfall fyrir hann, enda valdi hann Þórhall sér við hlið sem dagskrárstjóra og sótti hann til Stöðvar 2 til að stýra Kastljósinu haustið 2005 eftir að Logi Bergmann hafnaði því boði.

Ákvörðun Þórhalls vekur spurningar um hvað sé framundan hjá Ríkisútvarpinu, ekki aðeins hvernig dagskrárstefnan breytist þar heldur hvernig sparnaðaráformin verði. Væntanlega verður farið í blóðugan niðurskurð á dagskrárgerð Sjónvarpsins. Þá kemur væntanlega í ljós hvað er höggvið af og hverju er breytt. Væntanlega mun Sjónvarpið finna illilega fyrir þeim niðurskurði og eðlilegt að spurt sé hvort Þórhallur hætti vegna niðurskurðar í Sjónvarpinu.

Kannski á að fara að breyta Kastljósinu og umgjörð þessa flaggskips Sjónvarpsins í dagskrárgerð. Ef svo verður verður ákvörðun Þórhalls örugglega skiljanlegri.

mbl.is Þórhallur hættir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband