Undarleg forgangsröðun

Undarleg er sú forgangsröðun Besta flokksins og Samfylkingarinnar að hækka laun varaborgarfulltrúa á þessum erfiðu tímum þegar flest sveitarfélög eru að skera niður í yfirstjórn og stokka upp til að reyna ná endum saman. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði skorið niður þessi laun í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Ekki er það í takt við tímann að breyta þeirri ákvörðun nú. Hver er rökstuðningurinn fyrir því?

Mjög var deilt um launakjör varaborgarfulltrúa árið 2007 eins og þessi frétt sýnir. Ég bloggaði um þetta í október 2007 og ég man að margir skrifuðu þá á móti þessum kjörum. Tók meira að segja mætingarskrá eins fundar í borgarstjórn þar sem sást að borgar- og varaborgarfulltrúar voru á fleygiferð inn og út af fundi á meðan honum stóð. Lesið þá samantekt.

Hvað er í raun og veru á bakvið þetta? Er verið að tryggja Hjálmari Sveinssyni hærri laun út af því að hann komst ekki í borgarstjórn? Er ekki miklu heiðarlegra að koma hreint fram og viðurkenna það?

Er þetta nýja pólitíkin sem Jón Gnarr stendur fyrir?


mbl.is Laun varaborgarfulltrúa hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband