Bloggvinir

Eitt af því skemmtilegasta við þetta vefumsjónarkerfi er bloggvinasystemið. Það er hægt að eignast góða bloggvini í gegnum skrifin, bæði þá sem vilja tengjast manni og maður sjálfur óskar eftir að hafa tengingu við. Þetta er gott að því leyti að koma á bloggböndum, þetta eru vefir sem fá tengil á síðu bloggvinarins og öfugt, tengsl myndast og hver og einn eignast leskjarna. Þetta auðveldar að sjá þegar að uppfærslur eru og líta á það sem er nýjast hverju sinni. Líkar mjög vel við þetta.

Ég hef eignast marga bloggvini hér - bæði þá sem ég hef kynnst í gegnum lífið og eins fólk sem ég hef aldrei hitt. Með þessu myndast góð bönd. Það er hið besta mál. Ég raða ekki bloggvinum upp eftir eigin mati. Þeir birtast hér í þeirri röð sem mbl gefur upp. Ég hef þar engu breytt - finnst það heldur ekki rétt að gera upp á milli þeirra sem ég vil hafa sem bloggvin og eins þeirra sem hafa óskað eftir tengingu við mig.

Sé farið að raða upp að þá koma upp hugleiðingar af hverju þessi eða hinn sé ofar í huga þess sem á vefinn. Ég tek ekki þátt í því og raða bloggvinum upp eftir því sem stafrófsröð eða röð bloggkerfisins er, enda er stundum svo að sá sem skrifar er birtur eftir nafni sínu í stafrófsröð en ekki bloggheitinu. En ég semsagt birti listann hér óbreyttan.  Þannig á það líka að vera. Ég met alla bloggvini mína enda jafnt.

En þetta er góður fítus og myndar skemmtileg tengsl.... sem gaman er af á netinu. Þetta er enda mjög skemmtileg vefumsjónarkerfi, enda fer það alltaf stækkandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband