Samfylkingin dalar enn - D og VG eflast

ISG Samfylkingin tapar enn fylgi. Í nýrri könnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 19,2%, hið minnsta til þessa í könnunum blaðsins, og 12 þingmenn - myndi missa átta þingmenn frá kosningunum 2003. Allar kannanir sem birst hafa að undanförnu hafa sýnt fylgistap Samfylkingarinnar frá þeim kosningum, mismikið þó en þetta telst þó versta mæling flokksins í háa herrans tíð og fer að jafnast á við niðursveifluna miklu á fyrstu árum flokksins. 

Sjálfstæðisflokkurinn og VG bæta við sig fylgi í könnuninni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkar um tvö prósentustig milli kannana og er nú 38,9% og myndi flokkurinn fá 25 alþingismenn í þeirri stöðu, bæta við sig þrem þingmönnum frá kosningunum 2003. VG er enn að mælast í mikilli fylgissveiflu - bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun blaðsins fyrir hálfum mánuði. Nú mælist VG með 25,7% og 17 þingmenn, myndi bæta við sig hvorki meira né minna en 12 þingmönnum frá kosningunum 2003.  Til samanburðar við þetta má nefna að í nýjustu könnun Gallups mældist VG með 18 þingmenn og rúm 27%.

Framsóknarflokkurinn hækkar örlítið milli kannana - er nú með 9,3% og sex þingmenn, myndi tapa sex þingmönnum frá alþingiskosninguinum 2003. Staða Framsóknarflokksins hefur ekki verið góð í könnunum talsvert lengi og ekki virðist flokksþing framsóknarmanna um síðustu helgi hafa hækkað fylgi þeirra mikið né heldur átökin um auðlindaákvæðið sem er mesta kreppa ríkisstjórnarinnar frá fjölmiðlamálinu. Minnstur er sem fyrr Frjálslyndi flokkurinn. Hann mælist nú með 5,7% og þrjá þingmenn, myndi tapa einum frá alþingiskosningunum 2003. Er flokkurinn nú mjög að nálgast mjög þau mörk þar sem að hann missir jöfnunarmenn, en mörk á að fá þá er 5% fylgi á landsvísu eins og flestir vita eflaust.

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, er nú 48,2% og eru flokkarnir samanlagt með 31 þingmann, einum frá þingmeirihluta og er orðið nokkuð um liðið síðan að stjórnarflokkarnir voru svo nærri meirihluta og virðist vera raunhæfur möguleiki skv. því að stjórnin haldi eflist Framsóknarflokkurinn. Þetta er allavega fróðleg mæling. Sem fyrr vekur mikla athygli að sjá hina afgerandi kvennasveiflu til vinstri grænna frá Framsóknarflokki og Samfylkingu, mun frekar frá seinni flokknum, sem vekur mikla athygli í ljósi þess að formaður Samfylkingarinnar er kona. Virðist formanninum ganga illa að haldast á kvennafylginu, sem eru stór tíðindi.

Þessi könnun var gerð í gær og er um að ræða 800 manna úrtak. 61,8% tóku afstöðu en 29,1% tóku ekki afstöðu. Hlutfall óákveðinna minnkar því þónokkuð, þannig að þetta eru merkilegri skilaboð vissulega í ljósi þess. Stóru tíðindin eru hér hversu lítil Samfylkingin er að verða og hversu mjög VG er að styrkjast sem forystuflokkur til vinstri. Ánægjulegt er að sjá fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins. Athygli vekur að ekki er spurt um fylgi við nýtt framboð Margrétar Sverrisdóttur, Ómars Ragnarssonar og fleiri aðila sem mikið hefur verið í umræðunni en kannski hefur verið hliðarspurning um það framboð. Það ræðst, en hér eru semsagt tíðindi vissulega.

Það sem vekur mikla athygli mína er hversu öflugir Sjálfstæðisflokkur og VG eru í þessari könnun. Þetta virðast vera turnarnir í stjórnmálunum núna. Merkileg tímamót það. Fari kosningar í einhverja svona átt verða þeir sigurvegarar kosninganna og því mikil skilaboð eflaust um það að þeir láti reyna á samstarf falli rikisstjórnin. Annars er sveiflan til vinstri grænna orðin mjög löng og öflug og verður ekki hunsuð. Fylgið virðist hreinlega flæða út úr Samfylkingunni í stríðum straumum og staða formannsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, virðist versna með hverri könnun. Það er orðið fátt eftir sem minnir á forna frægð hennar í stjórnmálum. Mikið fall. Fróðlegt að sjá hvort þessi þróun haldi áfram.

Þessi könnun færir okkur skilaboð og pælingar til að hugsa um og vinna úr. Það er alveg ljóst að mikil gerjun er í stjórnmálunum og fylgið á mikilli ferð. Þrátt fyrir það er fylgistap Samfylkingarinnar orðið mjög staðfest og staða formannsins vond eftir því. Það hversu illa henni og flokknum helst á kvennafylginu eru stóru tíðindin, en kannanir segja að konur treysti frekar Steingrími J. og Geir H. Haarde sem forsætisráðherra en henni. Stór tíðindi það.

En það hlýtur að fara um Samfylkingarfólk við þessar mælingar og hversu illa er að rætast úr forystu formannsins sem átti að færa flokkinn í hæstu hæðir. Það er ekki að gerast og greinilegt að spár stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar í formannsslagnum í Samfylkingunni fyrir tveim árum eru heldur betur að rætast könnun af könnun. Fylgið hrynur af flokknum og formaðurinn veikist sífellt. Merkileg staða það - mjög áberandi líka.

mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Þegar öryrkjar/aldraðir og Margrét/Ómar fara að telja með í könnunum og kosningum þá er líklegt að ríkisstjórnin njóti góðs af. Því í mörgum kjördæmum verða atkvæði greidd en falla dauð því ekki næst inn maður. Þau atkvæði koma augljóslega úr andstæðingum stjórnarinnar og því mun stjórnarandstaðan missa meira úr aski sínum heldur en stjórnarflokkarnir.

Fleirri framboð sem koma fram, því líklegri er stjórnin til að halda.

Það er amk mín tilfinning.

Júlíus Sigurþórsson, 11.3.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ingibjörg Sólrún nærðist á andstöðunni við Davíð og þegar hans nýtur ekki lengur við tærist hún upp.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Stefán. Var að lesa góða grein eftir Orra Pál Orrason í Mogganum í morgun og þar kemur fram að það er verulegur munur á hvernig Gallup annarsvegar og Fréttablaðið og Blaðið hinsvegar framkvæma sínar skoðanakannanir. Skoðanakannanir Fréttablaðsins og Blaðisins eru síðan sambærilegar innbyrðis þar sem þær eru framkvæmdar nánast á sama hátt. Afleiðingar þessa eru þær að Sjálfstæðisflokkur mælist venjulega lægri hjá Gallup en hinum því þar er gengið lengra í að fá fólk til að gefa upp svör. Þetta gæti skýrt muninn á milli kannana Gallups og Fréttablaðsins sem er um 2% upp hjá D og 2% niður hjá VG. Það verður samt varla um villst að flótti Samfylkingarmanna yfir til VG er staðreynd.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.3.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt /þetta er mjög skylmerkilega sagt og við erum á Siglingu XD ,en eru þetta skilaboð um samvinnu???/HallI Gamli

Haraldur Haraldsson, 11.3.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Ég er ekki mjög hrifin af þessu hugsanlegu samstarfi, ég verð að segja það VG og Sjálfstæðisflokkur er einsog vatn og olía þetta blandast bara ekki. Ég er líka annsi hræddur um að Steingrímur og Ögmundur munu reyna að kúga okkur Sjálfstæðismenn til verka sem okkur eru ekki umhugsað um með eilífu hótunum um stjórnarslit. Ég segi að ef samfylking verði 23% og við í kringum 35-38% þá tölum við fyrst við þau, ég held að við getum náð miklu betra og skilvirkara samkomulagi við þau ég er annsi hræddur um að VG selja sig of dýrt og við verðum að hafa þá sjálfsvirðingu að kaupa ekki hvað sem er.

Gunnar Pétur Garðarsson, 11.3.2007 kl. 12:32

6 identicon

Ekki held ég að griðkonum Steingríms fækki á næstunni. Þær setjast á hann eins og flugur á kúadellu, slíkir eru hans ástarvakar. Steini er eina von Sjallanna og þegar hann er annars vegar eru þeir yxna eins og kýr á fögrum vordegi í Skíðadal. En gagnast nautið kúnni? Nei, ég held hún verði yxna allt kjörtímabilið og aðframkomin í restina, til í hvað sem er. Sjallageldneytið fær í mesta lagi að vera á þingi hjá Sameinuðu þjóðunum, ásamt hinum kjaftaskjóðunum.


Kaffið hefur ekki ennþá sullast niður hjá Kaffibandalaginu og þar spá menn enn í þann bolla. Enn hefur ekki fundist lækning við Frjálsblindu, enda þótt hún fari nú óðum minnkandi. Addi Kitta Gau getur því enn orðið sjávarútvegsráðherra og enda þótt Framsókn sé nú á hægfara og tiginni siglingu inn í sólarlagið má alltaf kippa henni inn ef allt um þrýtur. Sunnlenski hundraðshöfðinginn getur haldið áfram að vera landbúnaðarráðherra. Hann getur ekki gert sveitum landsins meiri skaða en hann hefur nú þegar gert með nítján milljarða fjárstyrkjum sínum. Framsókn tekst alltaf að koma sér í stjórn, þess vegna bakdyramegin. Úpps, þú hér?! Öryrkjar munu kjósa vinstri flokkana, Vinstri grænir fá fylgi frá Samfó og Framsókn en Sjallar frá Frjálsblindum og sífellt í burðarliðnum hægri grænum, sem fæðast loksins andvana í þessari viku.     

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 13:02

7 identicon

Ef marka má hvað vel fór á með Árna Páli og Ögmundi í silfrinu í dag ætti það að hjálpa kaffibandalaginu mikið :)
Sagði ekki isg í kryddsíldinni að leiðtogi stærra flokksins yrði forsætisráðherra, ef til þess kemur verður hún ekki að standa við stóru orðin :)  xd

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband