Jónína Bjartmarz kærir Kastljós til siðanefndar

Jónína Bjartmarz Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavík suður, hefur nú ákveðið að kæra umfjöllun Kastljóss Sjónvarpsins um íslenskan ríkisborgararétt Luciu Celeste Molina Sierra, tengdadóttur sinnar, til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Málið var fyrst kynnt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins fyrir viku og var síðan tekið til umfjöllunar í þættinum sama kvöldið og sólarhring síðan tókust ráðherrann og þáttastjórnandi á í viðtali með eftirminnilegum hætti.

Kastljós hefur haldið umfjölluninni áfram með áberandi hætti. Það var greinilegt að það fauk í ráðherrann vegna umfjöllunar þáttarins í fyrrnefndu viðtali og það hefur sést vel að hún telji að sér sótt. Í gær skiptust ráðherrann og Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, á skeytasendingum í formi yfirlýsinga og greinilegt að hvorugt vildi gefa eftir, bæði telja sig hafa heiður að verja.

Þetta mál er orðið teygt og vont. Það er auðvitað enn meira áberandi því að svo stutt er til þingkosninga og ráðherrann berst mjög erfiðri baráttu fyrir endurkjöri. Hún rær pólitískan lífróður, enda mælist hún fallin af þingi í skoðanakönnunum. Það er skiljanlegt að ráðherrann se ósátt við umfjöllunina. Þetta er auðvitað mjög vandræðaleg hlið sem birtist á þessu máli með gögnum þáttarins og umræður hafa verið skiptar í samfélaginu.

Málið tekur allavega sífellt nýja stefnu og fróðlegt að sjá hvernig því lýkur, burtséð frá pólitískri stöðu ráðherrans sjálfs.

mbl.is Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurjón Þórðarson þreytist ekki á að velta sér upp úr drullumallinu. Hann segir á bloggsíðu sinni að hann hafi nú komist yfir gögn í málinu, en megi ekkert segja því hann sé bundinn trúnaði. Það er sem sagt eitthvað fleira í gögnunum sem ekki hefur þegar komið fram. Nú er aðalatriðið hjá honum, hraði afgreiðslu málsins. það er þá ekki það að sjálfsagt var að líta til sérstakra aðstæna stúlkunnar heldur að blýantanagararnir hjá ríkinu hreyfðu á sér rassgatið óvenju hratt.

Það er nebblega það

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er með ólíkindum að Jónína umhverfisráðhr.sem jafnframt er lögfræðingur að mennt ,skuli halda áfram með þetta mál tengdadóttur. sinnar.Hún veit,  að stúlkan hafði aðeins dvalið í landinu einn fimmta af þeim tíma,sem hún þarf til að öðlast ríkisborgarétt.Hún veit líka að engar persónulegar ástæður stúlkunnar,bæði er tekur  til aðstæðna hennar í sínu heimaland, né dvalar hér á landi ,réttlættu umsókn hennar fyrir ríkisborgararétti hérlendis.Samt ráðleggur Jónína henni að sækja hér um ríkisborgarétt.Þessi gjörningur allur,bæði er tekur til Jónínu.dómsmálaráðuneytis og Allsherjarnefndar er öllum viðkoamndi aðilum til skammar.Að misnota vald sitt með þessum hætti  og hafna umsóknum annara ,sem virðast hafa átt miklu ríkari ástæður fyrir að fá ríkisborgarrétt,hlýtur þjóðin að fordæma.

Kristján Pétursson, 4.5.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Kristján Pétursson.

Hvar hefur Jónína misnotað vald sitt?

Ég vil fá naglfastar sannanir fyrir þessum ásökun þinni - ekki órökstuddar pólitískar dylgjur. Bendi þér á umfjöllun Ólafs Teits Guðnasonar í Viðskiptablaðinu í dag.

Hallur Magnússon, 4.5.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég sé hvergi sannað í þessu máli að Jónína hafi gert nokkuð annað en að styðja tengdadóttur sína með ráðgjöf fyrir umsókn um ríkisborgararétt, og sé einfaldlega ekkert athugavert við það. Ég sé ekki betur en að Kastljós sé einmitt að leggja Jónínu í einelti þar sem að gögnin sem þeir hafa í höndunum eru ekki fullnægjandi til að halda uppi slíkri umræðu á skynsamlegum forsendum. Það er allt í lagi að minnast á svona mál og koma af stað rannsókn ef tilefni þykir; en að margendurtaka það í vinsælum sjónvarpsþætti er einum of langt gengið.

Hrannar Baldursson, 4.5.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Held að það verði mjög erfitt að sanna það að Jónína hafi beitt sér beint í málinu, sérstaklega þar sem líklegast er að allt þetta hafi farið fram munnlega. Það er samt morgunljóst að þjóðin mun ekki láta ljúga þeirri þvælu að sér að um eintómar óheppilegar tilviljanir séu að ræða!

Þvílík og önnur eins hræsni, að halda því fram að Kastljós hafi brotið á friðhelgi einkalífs stúlkunar, glenna síðan stúlkuna upp í viðtölum blaða og framsóknar-sjónvarpsþátta.

Gaukur Úlfarsson, 4.5.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband