Verður Ágúst Ólafur ráðherra í Þingvallastjórn?

Ágúst Ólafur Ágústsson Það er ljóst að brátt verða ráðherrar í Þingvallastjórnina valdir. Margir velta fyrir sér stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, sem ráðherraefnis. Það vakti mikla athygli að hann var ekki viðstaddur fyrsta stjórnarmyndunarfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum og vakti vandræðalega umræðu fyrir Samfylkinguna.

Nú hefur Ágúst Ólafur svo verið pússaður inn í viðræðurnar á Þingvöllum, enda ekki annað í raun viðeigandi en að hann sé lykilhluti viðræðnanna sem varaformaður stjórnmálaflokks í stjórnarmyndunarviðræðum. Það vekur mikla athygli hversu hávær umræðan um ráðherradrauma hans er. Í flestum tilfellum ætti að vera sjálfgefið að varaformaður flokks sem myndar stjórn, og situr um leið á þingi, fái ráðherrastól. Það virðist vera meira hik á þessari umræðu og óvissan hefur auðvitað orðið áberandi, enda er hefð fyrir því að varaformenn leiki lykilþátt í svona umræðum.

Ég tel að möguleikar Ágústs Ólafs á ráðherrasæti hafi aukist eftir að þessi umræða kom upp fyrst. Hún styrkti stöðu hans sem aðila í þessum viðræðum. Það er auðvitað hreinn vandræðagangur að hann sat ekki fyrsta fundinn, það var áberandi vandræðagangur sem Samfylkingin kippti auðvitað í liðinn. Persónulega finnst mér að Ágúst Ólafur eigi að vera ráðherra, staða hans innan Samfylkingarinnar ætti að tryggja honum öruggan ráðherrastól með Össuri Skarphéðinssyni, fyrrum formanni Samfylkingarinnar. Persónulega tel ég að Kristján Möller verði þriðji og síðasti karlkyns ráðherra flokksins.

En svör við þessu koma fyrr en síðar auðvitað. Það verður þó gríðarlega áberandi fái varaformaður Samfylkingarinnar ekki öruggan sess í ríkisstjórn við þessar aðstæður sem uppi eru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er að líkum og auðvitað á valdi Samfylkingarinanr, hvort svo verði en eitt vil ég segja um það.

Vonandi vandar hann sig betur en í kosningabaráttunni, þegar hann jós úr sínum skálum um stöðu mála á landi hér. 

Hann kaus, að snúrra saman hverri lyginni af annarri á sitt blogg og gekk svo langt, að tölusetja bullið í sér.

ÉG svaraði því sumu og vona ég, að hann, -ef til kæmi,- axlaði þá vegsemd með lítillæti og legði sig eftir því, að tala sannar en nú í hita baráttunnar.

Hann er af góðu fólki og auðvitað er falinn neisti góðra gena í stráknum.

Hitt er svo allt annað og óskylt mál en það er, hvernig þetta varð allt til.

Segir í ritum okkar fornum  ,,Köld eru kvennaráð", svo mun enn og hygg ég, að þeirri stöðu sem nú við blasir, hafi verið nánast verið troðið uppá Geir.  Hann var í viðræðum við Jón en aðrir í hans sveit voru í makki við aðra úti í bæ.  Þetta er ógott, fyrir þa´virðing, sem Flokkurinn minn á að temja sér og fremur ódrengilegt.

Ætli sumir, sem ekki gengu í ungliðahreyfingu flokksins hafi láðst að lesa á skjöl Heimdalls?

Þar setendur ritað  ,,Gjör rétt, þol ei órétt".  Það er öllum gott veganesti.

Skrifað stendur einnig einhverstaðar, að ,,það sem gert er í myrkrinu, er því helgað"  (hér er myrkrið notað sem táknmynd ósannsöglinnar, lyginnar og annarra þeirra lasta, sem ekki þola ljósið)

Vonandi farnast Geir vel í stjórnarmynduninni, lani og lýð til heilla en á þessu eru skuggar ljótir mjög.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.5.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Mér þykir með eindæmum klaufalegt af Samfylkingunni að Össur skuli ekki vera a.m.k. varaformaður.

Júlíus Valsson, 21.5.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Auðvitað verður Ágúst Ólafur ráðherra. Hefur það verið e-ð óljóst? Hann og Ingibjörg Sólrún vinna náið saman og hann nýtur víðtæks stuðnings innan flokksins vegna starfa sinna sem varaformaður.

Magnús Már Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er ekki eins einfalt og virðist, ef Ágúst Ólafur og Jóhanna Sig verða bæði ráðherrar eru komnir 4 bara úr Reykjavíkurkjördæmunum. Báðir flokkar töluð um að fækka ráðherrum, hvort myndi Samfylking þá hunsa sitt stærsta kjördæmi þ.e. kragann eða landsbyggðina? Væri auðveldara ef ráðherrar yrðu áfram 6 á flokk en þá væri verið að svíkja það að fækka ráðherrum og eftir sem áður væru 4 frá Reykjavík en mesta lagi frá hvoru stærsta kjördæminu og hinsvegar landsbyggðinni. - Ekki endilega sátt um það heldur.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.5.2007 kl. 13:28

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Bjarni: Athyglisverðar hugleiðingar, gaman að lesa þær. Það verður auðvitað að ráðast hvernig að það muni ganga í þessu samstarfi. Vona að vel fari, en af upphafinu ræðst oft hversu vel gengur svosem.

Júlíus: Össur er klárlega númer tvö þarna, hann er auðvitað fyrsti formaður flokksins og var í uppbyggingarstarfi þarna fyrstu fimm árin. Skildi mjög vel að hann vildi ekki verða varaformaður við hlið ISG eftir að hafa verið hafnað sem formanni. En staða hans þarna er mjög sterk.

Magnús Már: Að öllu eðlilegu er varaformaðurinn öruggur um ráðherrasæti. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sama gildi um Ágúst Ólaf, en það verður fróðlegt að sjá ráðherrakapal Samfylkingarinnar er á hólminn kemur.

Helgi: Þetta er flókinn kapall hjá SF. Svo virðist vera sem að tveir efstu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum séu taldir öruggir um ráðherrastóla. Ég yrði ekki hissa á því. Ég tel að auk þessara verði hinir tveir Kristján Möller og svo einhver úr Kraganum, erfitt um að spá, Þórunn væri vænleg en hún er þriðja. Það verður þó erfitt að ganga framhjá Gunnari Svavars. Kannski verður Kata Júl millibilið í þessum efnum. Sjáum til.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.5.2007 kl. 15:47

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það væri gaman að sjá Össur sem sjávarútvegsráðherra,ég held að það henti honum einkar vel.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband