Sterk staða Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason Ég er mjög ánægður með það að Björn Bjarnason verður áfram dómsmálaráðherra og heldur sinni stöðu í ríkisstjórn eftir stjórnarskiptin. Ég tel að þetta sé mjög mikill persónulegur sigur fyrir Björn eftir allt sem á undan er gengið undanfarna daga og vikur í þeim málum sem mikið hefur verið fjallað um. Ég skrifaði pistil hér á vefinn þann 16. maí sl. þar sem ég sagði þá skoðun mína að Björn yrði að halda sinni stöðu í ljósi þess sem hafði verið í umræðunni dagana á undan.

Persónulega hef ég alla tíð borið mikla virðingu fyrir Birni Bjarnasyni. Þar ræður mjög miklu eljusemi hans og kraftur í stjórnmálastarfi - ennfremur því að hann var fyrsti forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem sýndi skrifum mínum og flokksstarfi einhvern áhuga og sýndi í verki að hann mæti það. Hann hefur alla tíð verið vinnusamur og öflugur, vefur hans ber vitni þeim krafti sem einkennt hefur hans stjórnmálastarf en þar má fara yfir alla hans pólitík frá a-ö með aðgengilegum hætti.

Það er mér gleðiefni að Björn njóti í þessu ráðherravali áralangra verka sinna og forystu á vegum flokksins. Hann hefur alla tíð lagt heill og hag Sjálfstæðisflokksins í fyrsta sæti og sinnt kjarna flokksins vel. Það skiptir að mínu mati miklu máli og það hefur eflaust skipt máli er á hólminn kom. Þetta er altént mikill persónulegur sigur fyrir Björn í erfiðri stöðu síðustu daga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tími Björns er löngu liðinn Stefán. Hann er orðinn þumbaralegur, ofsóknaróður (þráhyggja í leynd, hermennsku, greiningardeildir, lögregluofríki o.fl.) og ætti því að hætta. Það er með hann eins og Davíð Oddsson, það sem þeir gerðu gott í fyrndinni er löngu týnt í ofríkistilburðum seinni ára.

Þú mátt alveg bera fulla virðingu fyrir því sem Björn var. Það sem hann er nú gagnast okkur hins vegar ekki.

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi útkoma er mikið áfall fyrir þá sem voru að ala á því að mikil kergja væri milli Geirs og Björns. Hann staðfestir sterka stöðu Björns með því að gera hann að ráðherra í sinni ríkisstjórn, áður var hann þar í upphaflegu umboði Davíðs. Björn hefur gefið það út fyrir þónokkru að þetta sé hans síðasta kjörtímabil og það er því alveg ljóst að hann hættir brátt í stjórnmálum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammala. En skelfilegt ad sja fiflid Arna Matt tharna inni.

Níels A. Ársælsson., 23.5.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Níels. Já, ég varð hissa á að Árni yrði áfram fjármálaráðherra, en hann græðir auðvitað á langri þingreynslu og því að leiða kjördæmi þar sem fylgið jókst. En það er spurning hvað hann verður lengi úr þessu í pólitík.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 00:37

5 identicon

Já sterk !!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég hefði viljað sjá Guðfinnu í stað Björns, það ætti ekki að vera neitt lögmál að gamlir karlar eigi endalaust að sitja sem ráðherrar.  Íslenska þjóðin hefði gott af því að fá ferskan blæ nýrrar kynslóðar og íslenska þjóðin á skilið að menn sitji ekki á ráðherrastóli bara til að halda ærunni í einhverjum skrípaleik.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.5.2007 kl. 01:17

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ef það telur mönnum til tekna að auka fylgi og leiða lista eins og þú segir, af hverju var gengið fram hjá Kristjáni Þór?Þú fyrirgefur mér finnst það ekki skipta neinu máli hvað menn eru með langa þingreynslu hæfileikar eiga að vera í fyrirrúmi.Og með það að leiðarljósi er einkennilegt að Guðfinna skyldi ekki vera valin.Eða er það þannig kannski að jöfn kynjaskipting sé bara í nefinu á sjálfstæðismönnum sem öðrum ber skilyrðislaust að framfylgja?

Hallgrímur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 04:22

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Björn er vel kominn að sínu, en afhverju sér Geir ekki hæfar konur innan þingsflokksins til að sinna ráðherraembættum?  Þorgerður katrín er sú eina sem hann samþykkir.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 07:35

9 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Björn situr í mesta lagi í eitt ár til þess að þvo mesta Baugs-stimpilinn af stjórninni og síðan kemur annaðhvort Bjarni Ben eða einhver af konunum í staðinn. Þetta er það sem á góðri íslensku heitir kattaþvottur.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.5.2007 kl. 07:36

10 Smámynd: Einar Sigurjónsson

Best gæti ég trúað því að auglýsing Jóhannesar fyrir kosningar hafi tryggt Birni ráðherrasætið í nýju stjórninni. Enginn stjórnmálamaður myndi jú vilja láta herma upp á sig að hafa lotið fyrir inngripi í pólitíkina eins og Jóhannes iðkaði síðustu dagana fyrir kosningar.

Annars er það mitt mat Björn sé mjög vel af ráðherrasætinu kominn og hann hafi sannað það á sl. kjörtímabili, t.a.m. með endurskipulagningu lögreglunnar.

Einar Sigurjónsson, 23.5.2007 kl. 10:34

11 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Það er þetta með ráðherrana.  Ég hef það sterklega á tilfinningunni að fólk sé svolítið að miskilja stöðu ráðuneyta.  Í dag er fjármálaráðuneyti ekki eins stórt eins og það var hér áður fyrr.  Það er þannig að starfsemin í því ráðuneyti er mjög niðurnjörvuð og deildir þess fullar af sprenglærðu fagfólki sem að sér um allar þær reikningskúnstir er þarf að framkvæma fyrir fjárlög hvers árs og allar skýrslurnar.  Það er í ráðuneytum eins og menntamála- og heilbrigðismála sem að hlutirnir eru að gerast, þannig að ég er ekkert hissa á því að Þorgerður Katrín hafi kosið að vera áfram í menntamálunum, þar eru spennandi tímar framundan.  Ég mótmæli líka öllu niðrandi tali um Árna Matt.  Þar fer öndvegis maður sem á fullt erindi í ráðherrastól.  En það eiga auðvitað margir aðrir.

Rúnar Þórarinsson, 23.5.2007 kl. 10:58

12 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Ég veðja á það að krónprins Sjálfsstæðismanna Bjarni Ben. verði kominn í ráðherrastól áður en þessu kjörtímabili lýkur. Læðist að manni sá grunur að það verði dómsmálaráðuneytið sem verður þá ofan á.

Jóhann Rúnar Pálsson, 23.5.2007 kl. 14:17

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er mjög ánægður að Björn Bjarna. sé áfram ráðherra.
Því miður verð ég að segja það að það kom mér verulega á óvart að aðeins ein kona skyldi vera inni - hefði viljað Guðfinnu í menntamálin - það verður uppstokkun á kjörtímabilinu og þá vona ég að þeir bæti Guðfinnu í ráðherraliðið.
Annars mjög sáttur við þessa ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 23.5.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband