Sigrún Björk svarar ályktun Varðar með skætingi

Sigrún Björk JakobsdóttirÞað vekur mikla athygli að Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, svarar ályktun Varðar með skætingi og gerir lítið úr Verði enn eina ferðina. Er það ekki nýtt verklag frá þeim slóðum. Það þarf ekki mikla pólitíska innsýn til að sjá að þessi ályktun félagsins kemur eftir mjög brösótt samstarf milli aðila og umfram allt samskiptaleysi um marga þætti. Það má vel vera að talað hafi verið þar með áberandi hætti, en ég tel ályktunina fjarri því orðum aukna og ég styð hana.

Sjálfur kynntist ég sem formaður Varðar ýmsu verklagi sem vel gæti verið að fjallað yrði um síðar. Hafði ég ekki hugsað mér að opinbera marga þætti þess, en ég get ekki sagt annað en ég skilji vel hvernig þessi mál horfi við stjórn Varðar. Sjálfur var ég þar formaður um nokkurt skeið og tók þátt í innsta starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Það var mjög líflegt starf, en hinsvegar fann ég vel fyrir því er á hólminn kom að ekki var ætlast til þess að fólk sem leiddi starf félagsins sæktist eftir fleiru en helst að sópa gólfin eftir fundina og hella upp á kaffið fyrir þá.

Það var verklag sem ég nennti ekki að sætta mig við og ég get mun frekar þá mætt í annan félagsskap og uppbyggilegri en þennan. Held ég að margir hafi gefist upp á þessum félagsskap af sömu ástæðum. Hef ég dregið mig verulega út úr pólitísku starfi hér á Akureyri og tel óhætt að fullyrða að stór þáttur þess sé einmitt það sem núverandi stjórn Varðar hefur kvartað yfir. Varla þarf að fjölyrða um skoðun mína á ályktuninni. Ég held að þetta sé vandamál til fjölda ára sem kvartað er yfir. Það að binda það einni skipan í eitt ráð eins og bæjarstjórinn talar um er algjör fjarstæða og henni ekki til sóma.

Mér finnst sum verk Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem bæjarstjóra ekki lofa góðu. Eitt þessara mála er klúðrið varðandi tjaldsvæðamálin um verslunarmannahelgina síðustu, þar sem 23 ára aldurstakmark var sett. Það var verklag sem ég get ekki stutt og ég mun ekki styðja stjórnmálamenn af þeim toga sem taka slíkar ákvarðanir ef fram heldur sem horfir. Það er greinilegt að verk SBJ eru umdeild og margt í fari þess sem gerist á hennar vakt farið að fara í pirrurnar á fjölda fólks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Mig undrar nokkuð hve Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri virðist leggja mikla áherslu á að hrekja frá sér fólk.  Hann ætti að líta til Framsóknarflokksins sem víti til varnaðar en sá flokkur hefur lokið við slíkt verkefni með þeim árangri að hann á aðeins einn bæjarfulltrúa sem er fáum að skapi.

Hreiðar Eiríksson, 4.10.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi...mín persónulega skoðun. Mér finnst pólitísk vitund þín ekki mikil ef þú lætur mál eins og tjaldstæðamálin ráða þínum næturstað í pólitík. Þú munt varla tolla í nokkrum flokki ef svona mál duga á stjórnmálaskoðanir þínar. Kannski endar þú bara í VG en það gæti orðið snúið þegar þú prófar lýðræðis og samráðsást formannsins þar.

Sjallar hrekja frá sér fólk segið þið og í góðu lagi mín vegna...en hvers vegna mælist hann þá endalaust með 40 % fylgi í könnunum. Sennilega eru það færri sem eru á flótta en mat það sem hér er sett fram bendir til. Kannski þú ættir að prófa demócratisman...það er sennilega nær þér en VG

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2007 kl. 21:22

3 identicon

Mér sýnist þetta innlegg þitt verða að innansveitarkróníku. Mér finnst reyndar þú vera full harður á foringjann en auðvitað getur hún svarað fyrir sig. Ég segi sem JIC þú ert velkominn sem aðrir í Lárusarhús á mánudagskvöldum en þar er rækilega (stundum hvessir) yfir bæjarmálin og sannarlega ekki allir sammála. En allir mæta þarna til að best búist í bænum enda heldur JIC sjálfur verndarhendi yfir náttúru- og skipulagsmálin. Gaman væri að sjá þig eitt kvöld..án skuldbindingar. Stundum mætir Raggi Sverris.

Kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband